Landspítalinn

Fréttamynd

Sýna­töku­prófin segja ekki bara já eða nei

Það kemur fyrir að falskar já­kvæðar niður­stöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala. Bæði getur verið um tækni­leg frá­vik að ræða en einnig að út komi „mjög ó­af­gerandi niður­stöður“ úr sýna­tökunni.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta bylgja faraldursins í aðsigi

Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. 122 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af einn sem lá á krabbameinslækningadeild Landspítalans auk tveggja starfsmanna. Deildinni hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk bíða eftir niður­stöðum skimunar.

Innlent
Fréttamynd

Þröngt á ­­deildinni eins og annars staðar á spítalanum

Blóð- og krabba­meins­lækninga­deild Land­spítalans við Hring­braut hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk deildarinnar bíða eftir niður­stöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúk­lingur og tveir starfs­menn.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítali hættir við að krefja starfs­fólk um nei­kvætt PCR-próf

Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands skuli skila inn PCR-prófi fyrir Covid-19 áður en það snýr aftur til starfa. Það er þó hvatt til þess að fara í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum eða hafi verið á stöðum þar sem smit hefur komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Sex á sjúkrahúsi

Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús í dag, til viðbótar við þrjá sem voru þar fyrir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir engan vera á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr sumarfríi

Verið er að skoða að kalla heilbrigðisstarfsfólk úr sumarfríi vegna stöðunnar í faraldri nýju kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Guðrún Aspelund yfirlæknir, á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán starfsmenn Landspítala í einangrun með Covid-19

Á þriðja hundrað starfsmanna Landspítalans er í vinnusóttkví og talið er að þeim muni fjölga nokkuð í dag. Nú liggja þrír inni á spítala með virkt Covid-smit en einn inniliggjandi sjúklingur greindist smitaður af veirunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að nokkrir hafi sýkst tvisvar af Covid-19 hér á landi

Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum.

Innlent
Fréttamynd

Óbólusettur lagður inn á Landspítala

Óbólusettur sjúklingur með Covid-19 verður lagður inn á Landspítala í dag. Runólfur Pálsson yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

„Rétt að anda ró­lega og líta björtum augum fram á veginn“

Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns

Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu.

Innlent
Fréttamynd

Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala

Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum.

Innlent
Fréttamynd

Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli

Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst.

Innlent