Fimm nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 14:33 Áfram fjölgar sjúklingum með Covid-19 á Landspítalanum. vísir/vilhelm Nú eru alls 29 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af fimm á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu og tvo á bráðadeildum frá klukkan 15 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Af fimm einstaklingum á gjörgæslu eru tveir óbólusettir. Sjö af 24 sjúklingum á bráðadeildum eru sömuleiðis óbólusettir en þeir sem eru í öndunarvél hafa hlotið bólusetningu. Alls hafa 63 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40 prósent þeirra eru óbólusettir. Níu hafa þurft gjörgæslustuðning og eru fimm þeirra fullbólusettir. Spítalinn er áfram á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítalans. Nú eru 1.383, þar af 303 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans og hefur fækkað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit. 20 starfsmenn spítalans eru með Covid-19, ellefu eru í sóttkví A og 69 í sóttkví C. Þórólfur fylgist vel með stöðunni á spítalanum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær til stæði að framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur að tillögu sóttvarnalæknis. Verður 200 manna samkomubann og eins metra nálægðarregla því í gildi til og með 27. ágúst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann fylgist nú vel með stöðunni á Landspítala og sé reiðubúinn að leggja til harðari aðgerðir innanlands ef faraldurinn reynist honum ofviða. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu og tvo á bráðadeildum frá klukkan 15 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Af fimm einstaklingum á gjörgæslu eru tveir óbólusettir. Sjö af 24 sjúklingum á bráðadeildum eru sömuleiðis óbólusettir en þeir sem eru í öndunarvél hafa hlotið bólusetningu. Alls hafa 63 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40 prósent þeirra eru óbólusettir. Níu hafa þurft gjörgæslustuðning og eru fimm þeirra fullbólusettir. Spítalinn er áfram á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítalans. Nú eru 1.383, þar af 303 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans og hefur fækkað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit. 20 starfsmenn spítalans eru með Covid-19, ellefu eru í sóttkví A og 69 í sóttkví C. Þórólfur fylgist vel með stöðunni á spítalanum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær til stæði að framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur að tillögu sóttvarnalæknis. Verður 200 manna samkomubann og eins metra nálægðarregla því í gildi til og með 27. ágúst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann fylgist nú vel með stöðunni á Landspítala og sé reiðubúinn að leggja til harðari aðgerðir innanlands ef faraldurinn reynist honum ofviða. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30