Andlát

Fréttamynd

Hörður Sigur­bjarnar­son er látinn

Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar á Húsavík, er látinn, 71 árs að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Mývatnssveit aðfararnótt síðasta sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Francis Lee látinn

Francis Lee, fyrrverandi leikmaður Manchester City og enska landsliðsins er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var 79 ára gamall.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs.

Innlent
Fréttamynd

Hafþór Logi Hlynsson er látinn

Hafþór Logi Hlynsson er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hafþór Logi var aðeins 36 ára en hann hafði verið búsettur á Spáni undanfarin ár. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn.

Innlent
Fréttamynd

Guð­björg Magnús­dóttir söng­kona er látin

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Karl­maðurinn sem lést í Lækjar­götu var þriggja barna faðir

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Innlent
Fréttamynd

NCIS-stjarnan David Mc­Callum er látinn

Breski leikarinn David McCallum, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, er látinn. Hann varð níræður.

Lífið
Fréttamynd

Bjarna Fel bregður fyrir í færslu Liver­pool

Í færslu sem birtist á sam­fé­lags­miðla­reikningi enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool, á dánar­degi í­þrótta­frétta­mannsins og knatt­spyrnu­kapans fyrr­verandi Bjarna Felixs­sonar, má sjá Bjarna bregða fyrir.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling“

Landsmenn minnast íþróttafréttamannsins og knattspyrnukappans fyrrverandi Bjarna Felixsonar með mikilli hlýju. Bjarni var fastagestur á skjám og í útvarpi landsmanna um árabil. Hann tók hlutverk sitt alvarlega þótt alltaf hafi verið stutt í húmorinn. Liverpool birti mynd af Bjarna Fel í gær á tímamótadegi í sögu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Fel er látinn

Bjarni Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og íþróttafréttamaður, er látinn. Bjarni, sem var þekktur sem Rauða ljónið, var 86 ára gamall og lést í Danmörku, þar sem hann var að sækja jarðarför vinar síns.

Innlent
Fréttamynd

Einar Guð­berg lög­reglu­full­trúi látinn

Einar Guðberg Jónsson lög­reglu­full­trúi er látinn 45 ára að aldri. Hann lést á líkn­ar­deild Land­spít­ala í Kópa­vogi hinn 5. sept­em­ber. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Guð­bergur Bergs­son er látinn

Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.

Menning
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést í Eyja­firði

Maðurinn sem lést í hlíðum Hag­ár­dals inn í Eyja­firði á laugar­dag hét Jónas Vig­fús­son. Jónas lætur eftir sig eigin­konu, tvær upp­komnar dætur og sjö barna­börn.

Innlent
Fréttamynd

Gary Wrig­ht er látinn

Gary Wrig­ht, söngvari og laga­höfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Wea­ver og Love is Ali­ve.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Smash Mouth látinn

Söngvari Smash Mouth, Steve Harwell, er látinn. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Stars og Walkin on on the Sun. Söngvarinn hóf líknandi meðferð fyrr í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Egypski auð­kýfingurinn Al Fayed látinn

Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni.

Erlent