Tinder

Fréttamynd

Úr­val ein­hleypra bænda á „Bænder“

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder.

Lífið
Fréttamynd

Tinder-not­endur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn af­sláttur

Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóhann er 83 ára og sjóðandi heitur á Tinder

Þeir Jóhann Scheihter og Einar Baldvin Brimar bjuggu saman í íbúð í þrjá daga síðasta sumar. Jóhann er fæddur árið 1940 og starfar sem leiðsögumaður. Einar Baldvin er 25 ára heimsspeki- og laganemi, og þjálfar einnig ungt fólk í fótbolta.

Lífið
Fréttamynd

Þrjátíu og fjögur stefnumót í nítján löndum

Þegar Loni James lagði af stað í heimsreisu fyrir rúmu ári síðan var hún með einfalt markmið: Að fara á stefnumót með nýjum aðila í hverju landi sem hún heimsótti. Síðan þá hefur hún farið á alls þrjátíu og fjögur fyrstu stefnumót í nítján mismunandi löndum.

Lífið
Fréttamynd

Hin fyrstu kynni

Þrír karlmenn standa saman við biðskýli. Tveir þeirra eru í yngri kantinum, rétt yfir tvítugt. Einn þeirra er kominn á fimmtugsaldur. Allir hafa þeir símann við hönd. Framhjá labbar fögur ung kona í klæðilegum klæðnaði sem sýnir kannski fullmikið fyrir suma.

Skoðun
Fréttamynd

Íslendingar á Tinder: Konur upplifa meiri skömm en karlar

„Kannski þegar maður var að byrja var einhver skömm, og þegar forritið var nýtt, en núna eru bara allir á þessu sem eru á lausu og þetta orðið bara normalíserað,“ segir íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem notar stefnumótaforritið Tinder reglulega. 

Lífið
Fréttamynd

Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder

Hjónin Stein­þór Helgi Arn­steins­son og Gló­dís Guð­geirs­dóttir giftu sig við há­tíð­lega at­höfn á Flat­eyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnu­móta­for­ritið Tinder fyrir sex árum síðan en Gló­dís var sú fyrsta sem Stein­þór „matsaði“ við á for­ritinu.

Lífið
Fréttamynd

Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu

Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu.

Skoðun
Fréttamynd

Guðný María gefur út lag og myndband um Tinder

„Þetta var lokaverkefnið mitt í raftónlist í vor, en ég hef verið í stöðugu námi í FÍH og MÍT síðustu tvo vetur og meira að segja síðasta sumar líka,“ segir tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir sem frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við lagið Tinder.

Tónlist
Fréttamynd

Tinder ætlar að veita bak­grunns­upp­lýsingar um not­endur

Notendur stefnumótasnjallforritsins Tinder í Bandaríkjunum geta brátt nálgast opinberar upplýsingar um sakaferil og ofbeldi annarra notenda sem þeir gætu farið á stefnumót með. Til stendur að þjónustan verði tekin upp á fleiri stefnumótaforritum fyrirtækisins í fyllingu tímans.

Erlent
Fréttamynd

Þú ert sætur

Þú ert sætur. Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip.

Skoðun
Fréttamynd

Kona sem hræðist karla

Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama.

Skoðun
Fréttamynd

Pítsusendlar segja frá

Pítsusendlar gægjast inn í líf fólks í gegnum þrönga dyragættina. Þeir fá að kynnast öllum hliðum mannlífsins og lenda oft í spaugilegum aðstæðum. Nokkrir núverandi og fyrrverandi pítsusendlar segja sögur af ævintýralegum uppákomum.

Lífið