Úrval einhleypra bænda á „Bænder“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 22:03 Einhleypir bændur tóku sig til og auglýstu eftir mökum í Bændablaði dagsins. Skjáskot/Bændablaðið Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder. „Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag. Tinder Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
„Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera - og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns,“ segir í blaðinu. Ellefu bændur hafa þar óskað eftir maka, birt af sér mynd, og ýmist lýst eigin mannkostum eða þeim sem æskilegt væri að tilvonandi maki byggi yfir. Frábært ef makinn fílar Ferguson traktora „Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson,“ segir Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi í Reykhólahreppi. Hann kveðst vera yngsti bóndi landsins. Kolbeinn er ekki sá eini sem víkur máli að traktorum. „Ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá, og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið,“ segir Kristján Steinn Guðmundsson, sem er einnig í Reykhólahreppi. Hér er heilsíðan.Skjáskot/Bændablaðið Makinn þarf að vinna launalaust og geta bakkað traktor með vagni Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Flúðum, segir að makinn þurfi að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum. Ekki nóg með það heldur þurfi hann líka að geta bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum. „Svo almennt að vera með réttar skoðanir.“ „Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það), segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML. Sjá auglýsingarnar í Bændablaðinu í dag.
Tinder Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira