Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Íris Hauksdóttir skrifar 12. júlí 2023 18:08 Lilja Björg starfar sem markaðsfulltrúi en ber þó ótal aðra starfstitla í hliðarstörfum. Vísir/Vilhelm Hlaðvarpsdrottningin og snyrtivörusnillingurinn Lilja Björg Gísladóttir starfar sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup. Hún á þó nokkra aðra auka atvinnuhatta sem hún smellir á sig af og til. Lilja Björg segist vera með skelfilegan bíómyndasmekk en sé og verði um alla tíð alltaf skotin í leikaranum Channing Tatum. Spurð um áhugamál segir hún þau fjölbreytt en draumastefnumótið væri í anda Bachelor. Lilja Björg heldur úti hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan sem nýtur mikilla vinsælda en þar fjallar hún um ástir og örlög einhleypra í raunveruleikaþáttunum Love Island, Bachelor og Bachelorette. Það var því ekki úr vegi að fá hana sjálfa í heita sætið. Hér að neðan svarar Lilja spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 32 ára Starf? Ég er í fullu starfi sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup en svo er ég með nokkra auka hatta sem ég set á mig af og til. Ég er meðal annars í markaðsmálum hjá fataversluninni Factori, förðunarfræðingur og svo hlaðvarpsstjórnandi eins og ótrúlega margir aðrir en ég held úti hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Lilja Björg heldur úti hinu geysivinsæla hlaðvarpi Fantasíusvítan samhliða öðrum störfum.aðsend Áhugamál? Ó svo mörg. Ferðalög, WorldFit, tónlist, snyrtivörur, tíska, íþróttir og raunveruleikasjónvarp. Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt allt saman. Svo myndi ég líka kalla það áhugamál að eyða tíma með góðum vinkonum og fjölskyldu. Gælunafn eða hliðarsjálf? Besta vinkona mín kallar mig Lilly og pabbi á það til að kalla mig Lilluss. Annars ótrúlega lítið um gælunöfn. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Það gerist mjög sjaldan. Einstaka sinnum ef ég er alveg að royally klúðra einhverju þá dettur út ,,æj Lilja Björg”. Aldur í anda? Kannski svolítið sérstakt en ég er í rauninni yfirleitt 22 í anda en stundum kemur yfir mig einhver 82 ára Lilja líka sem margir eiga erfiðara með að tengja við. Menntun? Kláraði BS í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og smellti mér beint þaðan í förðunarfræði en ég vil meina að þetta sé topp blanda. Hentar allavega einstaklega vel í því sem ég er að gera í dag. Lilja segist alltaf vera 22 ára í anda þó stundum komi yfir hana 82 ára kona sem fæstir eigi auðvelt með að tengja við. Vísir/Vilhelm Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Veistu það ég hef oft velt þessu fyrir mér. Ég held það færi rosa mikið eftir því hver fengi að ákveða titilinn en ég held að flestir gætu sammælst um titilinn ,,alltaf stutt í trúðinn”. Guilty pleasure kvikmynd? Ég er með skelfilegan bíómyndasmekk, ætti líklega ekki að segja sálu frá því. En lélegar rom-coms, chick flicks og lélegar jólamyndir eru allt eitthvað sem heyrir undir þennan flokk. Ef ég ætti að nefna einhverja eina mynd þá er það líklega She’s the man, enda Amanda Bynes upp á sitt besta þar og minn allra besti maður Channing Tatum mikið ber að ofan í þeirri mynd. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Talandi um. Var er og verð alltaf skotin í Channing Tatum. Aðrir sem komast á þann lista eru Zach Effron og Steven Gerrard, voða flottir allir það verður ekki af þeim tekið. Syngur þú í sturtu? Syng eiginlega allstaðar nema í sturtu, sem er ótrúlegt því sturtan er staðurinn til að syngja. Ég syng samt í bílnum, búðinni, vinnunni og óþarflega mikið í Fantasíusvítunni, en sturtan fær yfirleitt frið. Uppáhalds snjall forritið (e.app) þitt? Líklega Instagram, nota það langt mest bæði fyrir mig sjálfa og í vinnu. Spotify er líka í daglegri notkun, alltaf með eitthvað gott í eyrunum. Ertu á stefnumótaforritum? Já ég á í mjög stormasömum samböndum við stefnumótaöpp. Hættum mjög reglulega saman og ég hendi þeim úr lífi mínu en kem yfirleitt með skottið á milli lappanna til baka fljótt og örugglega. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Öflug, fyndin og réttsýn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fyndin, traust og klár. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Þeir sem kunna að vera þeir sjálfir og hafa húmor fyrir sér og lífinu. Ég er algjör tralli trúður og finnst langskemmtilegast að vera í kringum fólk sem kann að hafa gaman og tekur hlutunum ekki of hátíðlega. En óheillandi? Yfirborðskennd og hroki, alveg með bráðaofnæmi fyrir hroka. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Sver það held þetta sé erfiðasta spurning sem ég hef svarað. Ég held ég verði að velja Blettatígur (cheetah) Ævintýragjarn, verkefnamiðaður og lausnamiðaður. Annars vilja vinkonur mínar meina að ég gæti verið páfugl, en ég er með svo mikla fuglafóbíu að ég gæti aldrei valið fugl sem svar við þessari spurningu. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Vá góð spurning. Þetta þyrfti að vera vel samsett matarboð. Ég held ég verði að setja Lewis Capaldi við borðið, því ég held að hann sé sjúklega skemmtilegur. Næsta manneskja við borðið er Kris Jenner, því vá hvað ég held hún gæti kennt mér margt og hún á örugglega rosa margar sögur í sínu pokahorni. Til þess að loka hringnum held ég að það væri gaman að fá Harry Styles við borðið bara til þess að keyra partýið upp. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir eru þá svo leyndir að ég hef ekki fundið þá sjálf. En ég held leitinni áfram og hef samband ef ég finn einhvern. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Finnst langskemmtilegast að hanga með vinum og fjölskyldu, borða góðan mat, spjalla og spila. Svo finnst mér mjög gaman að horfa á vont raunveruleika sjónvarp og eins ömurlegt svar og það er þá elska ég að fara í WorldFit. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Brjóta saman þvott og standa í röð, ég elska ekki raðir. Þolinmæði verður seint talin mín sterkasta hlið, get hent umferðinni inn með því að bíða í röð, fer mér einsaklega illa að bíða og hanga. Lilja Björg er mikil trúbadorkona þegar kemur að skemmtanalífinu en hún deilir því áhugamáli ekki með vinkonum sínum. aðsend Ertu A eða B týpa? Ég er A týpa sem langar ótrúlega oft og mikið að vera B týpa. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð eða sunny side up helst með beikoni til hliðar. Hvernig viltu kaffið þitt? Mikil ískaffi kona. Annars vinn ég mikið með kaffi með mjólk eða vanillu barebells prótein shake. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það er rosa mismunandi Írski, Danski, Veður, Kaldi og svo margir fleiri. Ég er mikil trúbadorakona en deili því áhugamáli ekki með öllum vinkonum mínum svo það fer smá eftir því með hverjum ég er að djamma hvert við förum. Ertu með einhvern afrekalista? Já mig langar ótrúlega að ferðast miklu meira. Það eru örugglega hátt í 100 staðir sem mig langar að heimsækja. Vonandi næ ég að tikka í nokkur box þar. Mig langar að prófa að búa í landi þar sem oftar er sól og gott veður, eignast sumarbústað, læra á gítar, fara á stórt tónlistarfestival og svo ótrúlega margt annað. Draumastefnumótið? Verandi kona sem horfir óhóflega á raunveruleikasjónvarp um fólk að finna ástina þá væri vel við hæfi að svara einhverju ferlega klisjulegu hér. Þú veist, kvöldmatur, kertaljós og kátntrý söngvari, flugeldasýning og allt þetta helsta sem gerist í Bachelor. Það þarf er ekki mikið til að heilla mig. Góður matur, gott vín og spjall við áhugaverðan einstakling hljómar bara mjög vel. Það væri svo ekki verra að enda kvöldið í karaoke. Raunveruleikaþátturinn Love Island á hug og hjarta Lilju um þessar mundir og fátt annað kemst að þegar hún á frítíma. aðsend Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já alveg pottþétt fullt, eina sem ég man akkúrat núna er að þegar ég var yngri söng ég um Einar Ósk en ekki eina ósk. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Love Island, það kemst ekkert annað að nema kannski Bachelorette líka byrjuð á því. En Love Island serían núna er líklega í top 5 seríum og á hug minn og hjarta þessa dagana. Hvaða bók lastu síðast? Ég hlustaði síðast á bók en það var Harry okkar Bretaprins sem las fyrir mig bókina sína Spare. Hvað er Ást? Er ást ekki bara svolítið svona, If you know, you know, tilfinning? Erfitt að koma henni í orð. Ég held allavega að það sé mín besta útskýring. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Lilju Björg þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Einhleypan Ástin og lífið Tinder Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Lilja Björg segist vera með skelfilegan bíómyndasmekk en sé og verði um alla tíð alltaf skotin í leikaranum Channing Tatum. Spurð um áhugamál segir hún þau fjölbreytt en draumastefnumótið væri í anda Bachelor. Lilja Björg heldur úti hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan sem nýtur mikilla vinsælda en þar fjallar hún um ástir og örlög einhleypra í raunveruleikaþáttunum Love Island, Bachelor og Bachelorette. Það var því ekki úr vegi að fá hana sjálfa í heita sætið. Hér að neðan svarar Lilja spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 32 ára Starf? Ég er í fullu starfi sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup en svo er ég með nokkra auka hatta sem ég set á mig af og til. Ég er meðal annars í markaðsmálum hjá fataversluninni Factori, förðunarfræðingur og svo hlaðvarpsstjórnandi eins og ótrúlega margir aðrir en ég held úti hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Lilja Björg heldur úti hinu geysivinsæla hlaðvarpi Fantasíusvítan samhliða öðrum störfum.aðsend Áhugamál? Ó svo mörg. Ferðalög, WorldFit, tónlist, snyrtivörur, tíska, íþróttir og raunveruleikasjónvarp. Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt allt saman. Svo myndi ég líka kalla það áhugamál að eyða tíma með góðum vinkonum og fjölskyldu. Gælunafn eða hliðarsjálf? Besta vinkona mín kallar mig Lilly og pabbi á það til að kalla mig Lilluss. Annars ótrúlega lítið um gælunöfn. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Það gerist mjög sjaldan. Einstaka sinnum ef ég er alveg að royally klúðra einhverju þá dettur út ,,æj Lilja Björg”. Aldur í anda? Kannski svolítið sérstakt en ég er í rauninni yfirleitt 22 í anda en stundum kemur yfir mig einhver 82 ára Lilja líka sem margir eiga erfiðara með að tengja við. Menntun? Kláraði BS í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og smellti mér beint þaðan í förðunarfræði en ég vil meina að þetta sé topp blanda. Hentar allavega einstaklega vel í því sem ég er að gera í dag. Lilja segist alltaf vera 22 ára í anda þó stundum komi yfir hana 82 ára kona sem fæstir eigi auðvelt með að tengja við. Vísir/Vilhelm Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Veistu það ég hef oft velt þessu fyrir mér. Ég held það færi rosa mikið eftir því hver fengi að ákveða titilinn en ég held að flestir gætu sammælst um titilinn ,,alltaf stutt í trúðinn”. Guilty pleasure kvikmynd? Ég er með skelfilegan bíómyndasmekk, ætti líklega ekki að segja sálu frá því. En lélegar rom-coms, chick flicks og lélegar jólamyndir eru allt eitthvað sem heyrir undir þennan flokk. Ef ég ætti að nefna einhverja eina mynd þá er það líklega She’s the man, enda Amanda Bynes upp á sitt besta þar og minn allra besti maður Channing Tatum mikið ber að ofan í þeirri mynd. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Talandi um. Var er og verð alltaf skotin í Channing Tatum. Aðrir sem komast á þann lista eru Zach Effron og Steven Gerrard, voða flottir allir það verður ekki af þeim tekið. Syngur þú í sturtu? Syng eiginlega allstaðar nema í sturtu, sem er ótrúlegt því sturtan er staðurinn til að syngja. Ég syng samt í bílnum, búðinni, vinnunni og óþarflega mikið í Fantasíusvítunni, en sturtan fær yfirleitt frið. Uppáhalds snjall forritið (e.app) þitt? Líklega Instagram, nota það langt mest bæði fyrir mig sjálfa og í vinnu. Spotify er líka í daglegri notkun, alltaf með eitthvað gott í eyrunum. Ertu á stefnumótaforritum? Já ég á í mjög stormasömum samböndum við stefnumótaöpp. Hættum mjög reglulega saman og ég hendi þeim úr lífi mínu en kem yfirleitt með skottið á milli lappanna til baka fljótt og örugglega. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Öflug, fyndin og réttsýn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fyndin, traust og klár. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Þeir sem kunna að vera þeir sjálfir og hafa húmor fyrir sér og lífinu. Ég er algjör tralli trúður og finnst langskemmtilegast að vera í kringum fólk sem kann að hafa gaman og tekur hlutunum ekki of hátíðlega. En óheillandi? Yfirborðskennd og hroki, alveg með bráðaofnæmi fyrir hroka. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Sver það held þetta sé erfiðasta spurning sem ég hef svarað. Ég held ég verði að velja Blettatígur (cheetah) Ævintýragjarn, verkefnamiðaður og lausnamiðaður. Annars vilja vinkonur mínar meina að ég gæti verið páfugl, en ég er með svo mikla fuglafóbíu að ég gæti aldrei valið fugl sem svar við þessari spurningu. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Vá góð spurning. Þetta þyrfti að vera vel samsett matarboð. Ég held ég verði að setja Lewis Capaldi við borðið, því ég held að hann sé sjúklega skemmtilegur. Næsta manneskja við borðið er Kris Jenner, því vá hvað ég held hún gæti kennt mér margt og hún á örugglega rosa margar sögur í sínu pokahorni. Til þess að loka hringnum held ég að það væri gaman að fá Harry Styles við borðið bara til þess að keyra partýið upp. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir eru þá svo leyndir að ég hef ekki fundið þá sjálf. En ég held leitinni áfram og hef samband ef ég finn einhvern. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Finnst langskemmtilegast að hanga með vinum og fjölskyldu, borða góðan mat, spjalla og spila. Svo finnst mér mjög gaman að horfa á vont raunveruleika sjónvarp og eins ömurlegt svar og það er þá elska ég að fara í WorldFit. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Brjóta saman þvott og standa í röð, ég elska ekki raðir. Þolinmæði verður seint talin mín sterkasta hlið, get hent umferðinni inn með því að bíða í röð, fer mér einsaklega illa að bíða og hanga. Lilja Björg er mikil trúbadorkona þegar kemur að skemmtanalífinu en hún deilir því áhugamáli ekki með vinkonum sínum. aðsend Ertu A eða B týpa? Ég er A týpa sem langar ótrúlega oft og mikið að vera B týpa. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð eða sunny side up helst með beikoni til hliðar. Hvernig viltu kaffið þitt? Mikil ískaffi kona. Annars vinn ég mikið með kaffi með mjólk eða vanillu barebells prótein shake. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Það er rosa mismunandi Írski, Danski, Veður, Kaldi og svo margir fleiri. Ég er mikil trúbadorakona en deili því áhugamáli ekki með öllum vinkonum mínum svo það fer smá eftir því með hverjum ég er að djamma hvert við förum. Ertu með einhvern afrekalista? Já mig langar ótrúlega að ferðast miklu meira. Það eru örugglega hátt í 100 staðir sem mig langar að heimsækja. Vonandi næ ég að tikka í nokkur box þar. Mig langar að prófa að búa í landi þar sem oftar er sól og gott veður, eignast sumarbústað, læra á gítar, fara á stórt tónlistarfestival og svo ótrúlega margt annað. Draumastefnumótið? Verandi kona sem horfir óhóflega á raunveruleikasjónvarp um fólk að finna ástina þá væri vel við hæfi að svara einhverju ferlega klisjulegu hér. Þú veist, kvöldmatur, kertaljós og kátntrý söngvari, flugeldasýning og allt þetta helsta sem gerist í Bachelor. Það þarf er ekki mikið til að heilla mig. Góður matur, gott vín og spjall við áhugaverðan einstakling hljómar bara mjög vel. Það væri svo ekki verra að enda kvöldið í karaoke. Raunveruleikaþátturinn Love Island á hug og hjarta Lilju um þessar mundir og fátt annað kemst að þegar hún á frítíma. aðsend Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já alveg pottþétt fullt, eina sem ég man akkúrat núna er að þegar ég var yngri söng ég um Einar Ósk en ekki eina ósk. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Love Island, það kemst ekkert annað að nema kannski Bachelorette líka byrjuð á því. En Love Island serían núna er líklega í top 5 seríum og á hug minn og hjarta þessa dagana. Hvaða bók lastu síðast? Ég hlustaði síðast á bók en það var Harry okkar Bretaprins sem las fyrir mig bókina sína Spare. Hvað er Ást? Er ást ekki bara svolítið svona, If you know, you know, tilfinning? Erfitt að koma henni í orð. Ég held allavega að það sé mín besta útskýring. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Lilju Björg þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tinder Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira