Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Gabbút­köll skapi mjög al­var­lega stöðu fyrir þyrlu­sveitina

Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 

Innlent
Fréttamynd

Telja bílinn ekki á vegum ferða­mannanna

Bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum er ekki  talinn vera á vegum ferðamannanna tveggja sem tilkynntu að þeir væru fastir í helli.

Innlent
Fréttamynd

Leitar­svæðið tor­sótt og erfitt yfir­ferðar

Leitarsvæðið við Kerlingarfjöll er mjög torsótt og erfitt yfirferðar fyrir göngufólk, hjól og jeppa, en björgunarsveitir hafa sett mikinn kraft í leit með drónum. Landslagið er síbreytilegt vegna snjóa, rigningar og drullu. Leit hefur staðið yfir að ferðamönnum sem taldir eru fastir í helli við Kerlingarfjöll síðan í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Fundu tóman bíla­leigu­bíl og ræsa út leitar­hunda

Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda.

Innlent
Fréttamynd

Víkka út leitar­svæðið án nokkurra nýrra vís­bendinga

Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Sendu skila­boð á Neyðar­línuna en enginn fundist á svæðinu

Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp.

Innlent
Fréttamynd

Handleggsbrotnum bjargað af Baulu

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna slasaðs ferðamanns á Baulu. Aðstæður voru erfiðar og þrátt fyrir að búið væri að finna manninn um klukkan tvö í nótt tókst þyrlu ekki að koma að fyrr en um klukkan fjögur.

Innlent
Fréttamynd

Kajakræðarar í hættu hífðir upp

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti fyrir skömmu útkalli við Skildinganes þar sem tveir kajakræðarar ráku frá landi. Heppileg staðsetning þyrlunnar skipti sköpum. 

Innlent
Fréttamynd

Rýna ekki frekar í þyrlu­björgun við Fljótavík

Landhelgisgæslan ætlar ekki að rýna frekar í þyrluútkall til að sækja ferðamann við Fljótavík á norðanverðum Vestfjörðum umfram það sem hefðbundið er. Slökkviliðsstjóri á Ísafirði taldi björgun mannsins „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Gæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan flutti slasaða göngukonu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. 

Innlent
Fréttamynd

Leituðu að manni í sjónum í nótt

Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um eittleytið í nótt, um að hugsanlega hefði maður farið í sjóinn við Granda í Reykjavík. Leitin stóð langt frameftir nóttu, en bar ekki árangur. Kafarar, bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki spurst til mannsins síðan snemma í gær

Leit stendur enn yfir að manni við Skálafellsjökul á Suð-Austurlandi en mannsins hefur verið leitað síðan klukkan sjö í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarfólki Hornafjarðar en talið er að maðurinn sé búinn að vera einn á gangi á svæðinu síðan í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Skip­verji á strandveiðibát í bráðri hættu

Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu.

Innlent