Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. ágúst 2024 16:01 Björgunarmenn við störf á slysstað. Vísir/Ragnar Axelsson Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. Tilkynnt var um það um klukkan þrjú síðdegis í dag að ísveggur hafi hrunið þar sem 25 manna hópur var í íshellaskoðunarferð ásamt leiðsögumanni. Fjórir ferðamenn urðu undir farginu og tveir eru þar enn. Umfangsmikil björgunaraðgerð hefur staðið yfir síðan og var allt tiltækt lið kallað út sem og þrjár þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Í fyrstu bárust fregnir af því að íshellir hefði hrunið en síðar kom fram að um hefði verið að ræða ísvegg á milli hellismunna. Unnið hefur verið að því að flytja búnað og mannskap upp á jökulinn en það hefur reynst erfitt sökum þess hve torfært landslagið er. Ísgröftur og -brot hafa því að mestu farið fram með handafli hingað til, það er að segja ís- og keðjusögum. Á annað hundrað björgunarmanna hafa komið að viðbragðinu. Í nótt verður tjaldbúðum komið upp á slysstað til að veita björgunarfólki skjól þegar þau eru ekki að vinna en komið hefur fram að vinnan fari fram í törnum þar sem teymi skiptast á að grafa. Ljósabúnaði hefur verið komið upp á vettvangi til að auðvelda björgunarstarfið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram fram að miðnætti og að þá verði staðan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tilkynnt var um það um klukkan þrjú síðdegis í dag að ísveggur hafi hrunið þar sem 25 manna hópur var í íshellaskoðunarferð ásamt leiðsögumanni. Fjórir ferðamenn urðu undir farginu og tveir eru þar enn. Umfangsmikil björgunaraðgerð hefur staðið yfir síðan og var allt tiltækt lið kallað út sem og þrjár þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Í fyrstu bárust fregnir af því að íshellir hefði hrunið en síðar kom fram að um hefði verið að ræða ísvegg á milli hellismunna. Unnið hefur verið að því að flytja búnað og mannskap upp á jökulinn en það hefur reynst erfitt sökum þess hve torfært landslagið er. Ísgröftur og -brot hafa því að mestu farið fram með handafli hingað til, það er að segja ís- og keðjusögum. Á annað hundrað björgunarmanna hafa komið að viðbragðinu. Í nótt verður tjaldbúðum komið upp á slysstað til að veita björgunarfólki skjól þegar þau eru ekki að vinna en komið hefur fram að vinnan fari fram í törnum þar sem teymi skiptast á að grafa. Ljósabúnaði hefur verið komið upp á vettvangi til að auðvelda björgunarstarfið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram fram að miðnætti og að þá verði staðan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira