Landbúnaður

Fréttamynd

Aldís og Guðrún eru lambadrottningarnar í Skarði

Gimbrarnar Aldís og Guðrún eru lambadrottningar á bænum Skarði í Landsveit en þær komu í heiminn í gær þegar það var vorjafndægur. Skarð er stærsta fjárbú á Suðurlandi með um ellefu hundruð fjár. Um átján hundruð og fimmtíu lömb munu fæðast á bænum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans

Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi.

Innlent
Fréttamynd

Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir

„Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737.

Lífið
Fréttamynd

Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli

Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt (staðfest)

Nýtt upprunamerki fyrir íslensk matvæli, Íslenskt staðfest, var kynnt í dag. Því er ætlað að fræða neytendur, sem eru sagðir vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru. 

Neytendur
Fréttamynd

Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp

Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi

„Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð

Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Sanngjörn samkeppni

Fyrr í vetur fór fram sérstök umræða um innlenda matvælaframleiðslu að minni beiðni. Þar lagði ég megináherslu á þrjú atriði; sameiningu afurðastöðva í kjötiðnaði, tollasamninginn við Evrópusambandið og endurskoðun hans og aðgerðaáætlunin um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

Skoðun
Fréttamynd

Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn

Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins.

Innlent
Fréttamynd

Brúskur er nýjasta tískan hjá kindum

Brúskfé er nýjasta tískan þegar íslenska sauðkindin er annars vegar en bóndi á Skeiðunum hefur náð góðum árangri með ræktun fjárins. Brúskurinn, sem er hárbrúskur er á hausnum á kindunum en þó ekki á enninu, heldur í hnakkanum.

Innlent
Fréttamynd

Íslensku húsdýrin mætt í nýja miðbæinn á Selfossi

Geit, svín, kýr, kind, hæna, hundur, köttur og hestur hafa nú komið sér fyrir í nýja miðbænum á Selfossi. Þetta eru þó ekki lifandi dýr því þau eru öll upp á vegg í ramma eftir listamann, sem hefur teiknaði þau svo fallega.

Innlent
Fréttamynd

Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Riða greindist í kind sem send var til slátrunar

Nýverið barst Matvælastofnun tilkynning um að riða hafi greinst í sýni úr fé sem sent var til slátrunar. Um var að ræða sýni úr kind frá bænum Sporði á Vatnsnesi en sauðfjárbússkap var hætt þar í haust og ekkert fé lengur á bænum.

Innlent
Fréttamynd

Inga Sæland, ástir og örlög

Síðastliðið ár hefur alþingismaðurinn Inga Sæland, hamast gegn einni starfsgrein í íslenskum landbúnaði, sem kallast blóðmerahald. Statt og stöðugt heldur hún því fram að níðst sé á hryssunum í þessum búskap, þær séu svo villtar og hræddar við fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá

Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá.

Innlent
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi

Sæl Inga. Ég er ungur hrossabóndi, hef ekki verið talinn til efnamanna og verð það trúlega aldrei. Síðastliðin ár hafa ekki verið landbúnaðinum hagfelld, afurðaverð lágt og hefur engan veginn haldið í við verðlagsþróun. Ég keyri ekki um á nýjum Land cruiser heldur klæðist ég gömlum stígvélum og rifinni úlpu við mitt brauðstrit, hef ekki ráð á öðru.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Ingu Sæ­land

Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­smiðju­bú­skapur, er það fram­tíðin?

Nú er Veganúar hálfnaður og margir hafa verið að skoða sig um og pælt afhverju við mannfólk borðum dýrafurðir? Þarf mannfólk dýrafurði að halda til þess að lifa heilbrigðu lífi? Erum við á Íslandi miklu skárri en önnur lönd þegar kemur að slátrun og búskap dýra?

Skoðun
Fréttamynd

Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur

Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Innlent
Fréttamynd

Á­burðar­fram­leiðsla er ekkert grín

Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er hrúturinn sem gjör­breytir bar­áttunni gegn riðu­veiki

„Þetta er stórkostlegur gleðidagur,“ segir Eyþór Einarsson, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, um þau tíðindi að verndandi arfgerðin ARR hafi fundist í fyrsta skipti í íslenskum hrút. Fundurinn stóreykur líkurnar á því að hægt sé að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé á næstu árum og áratugum.

Innlent