Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 10:59 Sigríður Jónsdóttir hefur lagt niður vopnin. vísir/magnús hlynur Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn. Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn.
Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira