Innlent

Íslenskt grænmeti á Bessastöðum næstu daga

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðni Th. með fulla grænmetiskörfu, sem hann fékk að gjöf í dag, ásamt fallegum blómvendi. Samskonar gjöf fékk Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Með þeim er Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur á Reykjum.
Guðni Th. með fulla grænmetiskörfu, sem hann fékk að gjöf í dag, ásamt fallegum blómvendi. Samskonar gjöf fékk Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Með þeim er Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur á Reykjum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands fór með fulla körfu af íslensku grænmeti heim í dag á Bessastaði eftir að hafa verið á opnu húsi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Þar afhenti hann Garðyrkjuverðlaunin 2022. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands mætti líka á opna húsið og afhenti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.

Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fékk Vilmundur Hansen, garðyrkjumaður og blaðamaður hjá Bændablaðinu

Vilmundur Hansen að taka á móti sínum verðlaunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kirkjugarðar Reykjavíkur fengu verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans og Björn B. Jónsson fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar.

Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri kirkjugarðanna með sín verðlaun, sem forsetinn afhenti honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ingibjörg Sigmundsdóttir fékk umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, ásamt Ingibjörgu Sigmundsdóttur, sem fékk umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar. Með þeim eru Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, formaður umhverfisnefndar og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikið fjölmenni sótti opna húsið í dag þar sem boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá við allra hæfi.

Björn B. Jónsson, sem fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2022, hér með forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×