Loftslagsvænni mjólkurframleiðsla Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2022 08:01 Í dag er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla. Ákveðið þema er tekið fyrir á þessum hátíðlega degi mjólkurinnar hverju sinni og í ár er dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem nú þegar eru í gangi í mjólkurframleiðslu heimsins til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þar ber helst að nefna orkuskiptin, þróun ýmissa fæðubótarefna fyrir nautgripi sem draga úr metanlosun úr meltingarvegi og að veita bændum ráðgjöf til að minnka losun á sínum búum. Kolefnishlutleysi fyrir 2040 Hröð þróun hefur verið síðustu ár í íslenskri mjólkurframleiðslu hvað varðar tækniframfarir, aðbúnað, fóðrun og kynbætur íslenskra mjólkurkúa. Kúabændur landsins hafa þannig náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum. Mjólkurkúm hefur fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Færri kýr þarf því til að framleiða meiri mjólk og höfum við með því dregið úr losun nautgriparæktarinnar umtalsvert á síðustu árum en metanlosun frá meltingarvegi mjólkurkúa er langstærsti einstaki losunarþátturinn í losun mjólkurframleiðslunnar. Betur má ef duga skal því íslenskir kúabændur hafa sett sér það markmið að greinin verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og árið 2020 var gefin út skýrsla um loftslagsmál í nautgriparækt með sjö skrefa aðgerðaráætlun til að ná þessu markmiði. Áætlunin er vel á veg komin og hefur m.a. falið í sér bætta gagnaskráningu og kaup á búnaði til að mæla metanlosun nautgripa á Íslandi. Búnaðurinn gerir okkur einnig kleift að athuga hvernig megi minnka losun með breyttri fóðrun kúa en verið er að þróa ýmis fæðubótaefni sem geta minnkað losun metans frá meltingarvegi nautgripa, þ.á m. efni sem unnið er úr þörungum. Nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir byggi á nákvæmum upplýsingum og þekkingu en íslenskir kúabændur eru einnig komnir af stað í raunverulegar aðgerðir. Loftslagsvænn landbúnaður Á síðasta ári hófu fyrstu kúabændurnir þáttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður og nú í vor var opnað fyrir og auglýst eftir þátttöku fleiri nautgripabænda. Verkefnið hefur þróast hratt síðustu ár og fékk hvatningarviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu á síðasta ári. Verkefnið tengir saman fjölmargar loftslagsaðgerðir og byggir á því að veita bændum ráðgjöf og fræðslu í loftslagsaðgerðum. Þátttökubú setja sér aðgerðaráætlun sem hentar hverju búi með það að marki að minnka losun og auka bindingu á hverju búi. Þess má einnig geta að nú þegar stundar fjöldi kúabænda skógrækt meðfram mjólkurframleiðslu og mun þeim að öllum líkindum fjölga á komandi árum. Erfðamengisúrval Íslenskir kúabændur hafa valið að verja stofn íslenska kúakynsins sem er einstakur á heimsvísu en býr þó ekki að sömu framleiðslugetu og bestu mjólkurkúakyn heimsins. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að stunda markvisst kynbótastarf. Eitt allra stærsta verkefni kúabænda á síðustu árum hefur verið innleiðing á svokölluðu Erfðamengisúrvali. Verkefnið felur í sér, í mjög einfölduðu máli, að greining á erfðamengi einstaklinga er notað til að reikna út kynbótamat þeirra, þ.e. hversu efnilegir þeir eru til framræktunar. Þannig verður öryggi kynbótamatsins meira, ættliðabilið styttra og erfðaframfarirnar bæði meiri og hraðari. Á þessu ári byrjuðu kúabændur sjálfir að taka sýni úr sínum kvígukálfum um leið og sett eru í þá eyrnamerki. Sýnin eru svo send með mjólkurbílnum og þeim komið þaðan áfram til arfgerðargreiningar hjá Matís. Við sjáum fram á að kynbótastarf í mjólkurframleiðslu muni taka stór og hröð skref fram á við á næstu árum. Talið er að ávinningur verkefnisins muni nema um 40 milljónum króna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn í heild. Aukin afköst og minni sóun leiða einnig af sér minni losun frá greininni og því má segja að innleiðing Erfðamengisúrvals sé ein stærsta loftslagsaðgerð íslenskrar mjólkurframleiðslu. Sællegar kýr úti á túni Íslenskir kúabændur láta sig umhverfið og loftslagsmál varða. Við eigum inni mikil tækifæri til að draga enn frekar úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda en gott er að staldra við og minna okkur á hvað við höfum nú þegar gert. Við höfum nú þegar náð miklum árangri í minni losun með bættum afköstum og nýtingu, ráðist af stað í risa stór verkefni til að gera enn betur og unnið að raunverulegum loftslagsaðgerðum í mjólkurframleiðslu. Í tilefni alþjóðlega mjólkurdagsins verða íslenskir kúabændur virkir á samfélagsmiðlum. Fylgist með á instagram Bændasamtakanna þar sem kúabændur leyfa öðrum að skyggnast inní þeirra daglega líf, segja okkur m.a. frá þeim aðgerðum sem þeir hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði og auðvitað sjáum við sællegar kýr úti á túni. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands og formaður Búgreinadeildar nautgripabænda í BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla. Ákveðið þema er tekið fyrir á þessum hátíðlega degi mjólkurinnar hverju sinni og í ár er dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem nú þegar eru í gangi í mjólkurframleiðslu heimsins til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þar ber helst að nefna orkuskiptin, þróun ýmissa fæðubótarefna fyrir nautgripi sem draga úr metanlosun úr meltingarvegi og að veita bændum ráðgjöf til að minnka losun á sínum búum. Kolefnishlutleysi fyrir 2040 Hröð þróun hefur verið síðustu ár í íslenskri mjólkurframleiðslu hvað varðar tækniframfarir, aðbúnað, fóðrun og kynbætur íslenskra mjólkurkúa. Kúabændur landsins hafa þannig náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum. Mjólkurkúm hefur fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Færri kýr þarf því til að framleiða meiri mjólk og höfum við með því dregið úr losun nautgriparæktarinnar umtalsvert á síðustu árum en metanlosun frá meltingarvegi mjólkurkúa er langstærsti einstaki losunarþátturinn í losun mjólkurframleiðslunnar. Betur má ef duga skal því íslenskir kúabændur hafa sett sér það markmið að greinin verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og árið 2020 var gefin út skýrsla um loftslagsmál í nautgriparækt með sjö skrefa aðgerðaráætlun til að ná þessu markmiði. Áætlunin er vel á veg komin og hefur m.a. falið í sér bætta gagnaskráningu og kaup á búnaði til að mæla metanlosun nautgripa á Íslandi. Búnaðurinn gerir okkur einnig kleift að athuga hvernig megi minnka losun með breyttri fóðrun kúa en verið er að þróa ýmis fæðubótaefni sem geta minnkað losun metans frá meltingarvegi nautgripa, þ.á m. efni sem unnið er úr þörungum. Nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir byggi á nákvæmum upplýsingum og þekkingu en íslenskir kúabændur eru einnig komnir af stað í raunverulegar aðgerðir. Loftslagsvænn landbúnaður Á síðasta ári hófu fyrstu kúabændurnir þáttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður og nú í vor var opnað fyrir og auglýst eftir þátttöku fleiri nautgripabænda. Verkefnið hefur þróast hratt síðustu ár og fékk hvatningarviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu á síðasta ári. Verkefnið tengir saman fjölmargar loftslagsaðgerðir og byggir á því að veita bændum ráðgjöf og fræðslu í loftslagsaðgerðum. Þátttökubú setja sér aðgerðaráætlun sem hentar hverju búi með það að marki að minnka losun og auka bindingu á hverju búi. Þess má einnig geta að nú þegar stundar fjöldi kúabænda skógrækt meðfram mjólkurframleiðslu og mun þeim að öllum líkindum fjölga á komandi árum. Erfðamengisúrval Íslenskir kúabændur hafa valið að verja stofn íslenska kúakynsins sem er einstakur á heimsvísu en býr þó ekki að sömu framleiðslugetu og bestu mjólkurkúakyn heimsins. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að stunda markvisst kynbótastarf. Eitt allra stærsta verkefni kúabænda á síðustu árum hefur verið innleiðing á svokölluðu Erfðamengisúrvali. Verkefnið felur í sér, í mjög einfölduðu máli, að greining á erfðamengi einstaklinga er notað til að reikna út kynbótamat þeirra, þ.e. hversu efnilegir þeir eru til framræktunar. Þannig verður öryggi kynbótamatsins meira, ættliðabilið styttra og erfðaframfarirnar bæði meiri og hraðari. Á þessu ári byrjuðu kúabændur sjálfir að taka sýni úr sínum kvígukálfum um leið og sett eru í þá eyrnamerki. Sýnin eru svo send með mjólkurbílnum og þeim komið þaðan áfram til arfgerðargreiningar hjá Matís. Við sjáum fram á að kynbótastarf í mjólkurframleiðslu muni taka stór og hröð skref fram á við á næstu árum. Talið er að ávinningur verkefnisins muni nema um 40 milljónum króna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn í heild. Aukin afköst og minni sóun leiða einnig af sér minni losun frá greininni og því má segja að innleiðing Erfðamengisúrvals sé ein stærsta loftslagsaðgerð íslenskrar mjólkurframleiðslu. Sællegar kýr úti á túni Íslenskir kúabændur láta sig umhverfið og loftslagsmál varða. Við eigum inni mikil tækifæri til að draga enn frekar úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda en gott er að staldra við og minna okkur á hvað við höfum nú þegar gert. Við höfum nú þegar náð miklum árangri í minni losun með bættum afköstum og nýtingu, ráðist af stað í risa stór verkefni til að gera enn betur og unnið að raunverulegum loftslagsaðgerðum í mjólkurframleiðslu. Í tilefni alþjóðlega mjólkurdagsins verða íslenskir kúabændur virkir á samfélagsmiðlum. Fylgist með á instagram Bændasamtakanna þar sem kúabændur leyfa öðrum að skyggnast inní þeirra daglega líf, segja okkur m.a. frá þeim aðgerðum sem þeir hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði og auðvitað sjáum við sællegar kýr úti á túni. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands og formaður Búgreinadeildar nautgripabænda í BÍ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun