Dýr

Fréttamynd

Krummalaupur á Selfossi með sex ungum í beinni útsendingu

Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegið því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa

"Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins.

Innlent
Fréttamynd

Nálgumst þolmörk margra lífvera

Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því.

Innlent
Fréttamynd

Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum

"Þetta eru fínustu lömb, hress og heilbrigð. Burðurinn gekk ágætlega hjá henni, það komu reyndar tvö á afturfótunum, það var eitthvað sem við leystum auðveldlega. Þetta eru sæðingalömb undan sæðingahrúti, þannig að eitthvað af þeim verður líklega í ásetningshópnum í haust, segir Tómas Jensson,“ bóndi á Teigi í Fljótshlíð.

Innlent
Fréttamynd

Kom að innpökkuðum hundi sínum eftir Íslandsferðina

Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband.

Erlent