Erlent

Tveir sjaldgæfir ljónshvolpar braggast vel í Tékklandi

Andri Eysteinsson skrifar
Tveir ljónahvolpar af afar sjaldgæfri tegund braggast vel í Dvur Kralove dýragarðinum í Tékklandi.

Hvolparnir fæddust tíunda maí en hafa enn ekki fengið nafn. Ljónin litlu hafa nýverið stigið sín fyrstu skref í dýragarðinum undir handleiðslu móður þeirra Khalilu.

Þeir eru af Barbary-tegund sem er afar sjaldgæf en talið er að hún hafi ekki lifað villt í náttúrunni í tæp sextíu ár.

Barbary ljón hafa einnig verið kölluð Atlas ljón og eru upprunnin í Norður Afríku. Á árum áður fundust ljónin víðs vegar frá Marokkó til Egyptalands en eru nú nær útdauð vegna mannanna verka. Ljón af þessari tegund voru algengir mótherjar skylmingaþræla til forna en veiðar á 19. Og 20. Öld reyndust tegundinni erfiðar og er nú talið að undir hundrað ljón sé til og þau öll í dýragörðum eða athvörfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×