Hundarnir ekki aflífaðir heldur sóttir á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 22:08 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21
Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50