Erlent

Tígrisdýr drápu temjara sinn á æfingu

Kjartan Kjartansson skrifar
Ettore Weber við æfingar með tígrisdýrum árið 2010.
Ettore Weber við æfingar með tígrisdýrum árið 2010. Vísir/Getty
Einn þekktasti dýratemjari Ítalíu lést þegar fjögur tígrisdýr réðust á hann í gærkvöldi. Dýrin eru sögð hafa leikið sér að honum þar til sirkusstarfsmenn og sjúkraliðar gripu inn í. Hann lést síðar af sárum sínum.

Ettore Weber var 61 árs gamall og vann við Orfei-hringleikahúsið. Hann var við æfingar með tígrisdýrunum í Triggiano, nærri Bari, í gærkvöldi þegar einn tígurinn réðst á hann. Hin þrjú eru sögð hafa fylgt því fyrsta eftir.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir ítölskum fjölmiðlum að tígrisdýrin hafi verið færð í safarígarð og að lögreglurannsókn sé hafin á dauða Weber.

Fjörutíu lönd hafa bannað sýningar hringleikahúsa með villtum dýrum að hluta til eða með öllu, þar á meðal tuttugu Evrópulönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×