Dýr

Fréttamynd

Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu

Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Sparkaði í konu og hundana hennar

Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Nóra er fundin og komin heim

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið.

Innlent
Fréttamynd

Græneðla gægðist upp úr klósettinu

Kona í Flórída fékk óvæntan gest á baðherbergi sitt á laugardagskvöld þegar græneðla kom upp úr klósettinu hjá henni. Kalla þurfti á sérfræðing til að fjarlægja græneðluna en dýrategundin hefur náð fótfestu í ríkinu eftir að fólk flutti þær inn sem gæludýr á sjöunda áratugnum.

Lífið
Fréttamynd

Í­kornum verði út­rýmt með getnaðar­vörnum

Áætlun um að nota getnaðarvarnir til að ná stjórn á íbúafjölda gráíkorna á Stóra-Bretlandi miðar vel áfram og gæti hafist innan skamms. Markmið áætlunarinnar er að útrýma gráíkornum landsins án þess að drepa þá en gráíkornar eru mikil plága og hafa valdið miklum skaða á vistkerfum og stofni rauðíkorna þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Pringles biðlar til félags áttfætlufræða

Snakkframleiðandinn Pringles vill að köngulóar tegund þekkt sem Kidney Garden spider (Araneus mitificus), verði nefnd Pringles spider eða Pringles köngulóin. Pringles biðlar nú til félags áttfætlufræða með undirskriftalista.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum

Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Losa sig við Covid-ketti

Kattholt er nærri fullt af heimilislausum köttum og hefur þeim fjölgað þar mikið að undanförnu. Rekstrarstjórinn segir kettina dvelja lengur en áður og eftirspurnina minni.

Innlent
Fréttamynd

Áttavilltur lundi í Suðurhlíðunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um áttavilltan lunda á vappi í Suðurhlíðunum. Hann var hinn gæfasti í höndum lögreglu sem kom honum til dýrahirðis í Húsdýragarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Mannúð við aflífun dýra

Fyrir tæpum áratug mælti ég fyrir lögum um dýravelferð. Þau lög fólu í sér miklar umbætur á sviði dýravelferðarmála. Þau lög hafa það markmið að stuðla að aukinni velferð dýra, í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur með sjálfstæðan tilverurétt.

Skoðun
Fréttamynd

Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví

Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum.

Erlent
Fréttamynd

Björguðu hundi sem féll um tuttugu metra

Björgunarsveitir á Sauðárkróki og Mývatni voru kallaðar út með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Fyrsta útkallið sneri að hundi sem lenti féll um tuttugu metra fram af kletti í Skagafirði og hið seinna var vegna mótorhjólaslys við afleggjarann að Herðubreiðalindum.

Innlent
Fréttamynd

Eins og þruma úr heiðskíru lofti

Óvænt árás mávs á rottu á Kársnesi náðist á myndband í dag. Mávurinn steypti sér úr loftinu á miklum hraða og greip rottuna í gogginum. Rottan féll skömmu síðar aftur til jarðar.

Lífið
Fréttamynd

Haförn sást í Mjóafirði

Fjölskylda sá til hafarnar í Mjóafirði á leið þeirra til Þingeyrar. Ljósmyndarinn Helen María Björnsdóttir náði nokkrum frábærum myndum af fuglinum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa byggt upp stærsta æðar­varp landsins í 22 ár

Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess.

Menning
Fréttamynd

Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða

Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir.

Skoðun
Fréttamynd

Fíllinn Happy telst ekki gæddur mannlegum eiginleikum

Hinn fimmtugi fíll Happy þarf áfram að dvelja í dýragarðinum í Bronx í New York eftir að æðsti dómstóll borgarinnar hafnaði kröfu dýravernarsamtaka um að honum yrði sleppt á þeim forsendum að Happy deildi vitrænum eiginleikum með mannfólkinu, eins og það var orðað í kröfugerðinnni.

Erlent
Fréttamynd

Loðfílskálfur fannst í sífrera í Júkon

Námumenn sem voru við störf í Júkon í Kanada fundu fornleifar loðfílskálfs þegar þeir grófu í gegnum sífrera nú á þriðjudag. Loðfílskálfurinn er talinn hafa frosið á ísöld fyrir meira en 30.000 árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Veiddu stærsta fersk­vatns­fisk heims

Þorpsbúar í kambódísku þorpi við Mekong-ána veiddu í síðustu viku það sem talið er vera stærsta ferskvatnsfisk sögunnar. Um er að ræða þrjú hundruð kílóa stingskötu sem hefur verið nefnd „Boramy“, eða „fullt tungl“.

Erlent