Erlent

Fimm látnir eftir mögu­legan á­rekstur við hval

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kaikoura er vinsæll staður til hvalaskoðunar.
Kaikoura er vinsæll staður til hvalaskoðunar. Kai Schwoerer/Getty Images

Fimm létust þegar bát hvolfdi við strendur Nýja-Sjálands í morgun. Um borð var fuglaáhugafólk en lögregla telur líklegt að báturinn hafi lent í árekstri við hval.

Ellefu voru um borð í bátnum sem var 8,5 metra langur og tókst að bjarga sex. Slysið átti sér stað í Goose Bay nærri bænum Kaikoura, að sögn Guardian.

Samkvæmt lögreglu var veður með besta móti og lygnt. Fjöldi hvala heldur almennt til á svæðinu sem vinsælt er til hvalaskoðunar. Talið er að hvalur hafi komið upp á yfirborð beint undir bátnum og þannig gert gat á skrokkinn.

Lögregla segir þó að einnig komi til greina að rekaviður eða annað rusl hafi gert gat á bátinn, en telja árekstur við hval þó líklegustu ástæðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×