Dýr Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta. Erlent 20.6.2023 08:49 Sungið fyrir svínin áður en þau fara í gasklefann Samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá Stjörnugrís öskra svínin og ærast í gasklefanum. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir gösun valda svínum stressi og þau reyni að komast úr aðstæðunum. Innlent 20.6.2023 08:00 Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Innlent 19.6.2023 19:15 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 19.6.2023 11:37 Fjölskylda á Ítalíu leitar Tipsý: „Ég er búin að grenja úr mér augun“ Fjölskyldufrí Maríönnu Magnúsdóttur tók snögga beygju þegar Tipsý, einn fjögurra hunda fjölskyldunnar, týndist degi fyrir brottför. Hennar er nú leitað en Maríanna biðlar til fólks að láta dýraleitarþjónustuna Dýrfinnu vita, verði einhver hennar var. Innlent 19.6.2023 11:00 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Innlent 19.6.2023 10:14 „Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. Innlent 18.6.2023 15:39 Stjörnugrís leyfir fjölmiðlum ekki að mynda gösun svína Samtök um dýravelferð á Íslandi skora á Stjörnugrís að bjóða fjölmiðlum og fulltrúum dýravelferðarsamtaka að koma og fylgjast með slátrun. Stjörnugrís mun ekki heimila það. Innlent 16.6.2023 14:41 Bíræfin býfluga barðist við að dingla bjöllunni Fjölskylda í Breiðholtinu vaknaði upp á þriðjudag við óvæntan gest sem lá á húninum. Gesturinn sem hafði beðið lengi fyrir utan reyndist, við nánari athugun, vera suðandi býfluga sem vildi komast inn. Lífið 16.6.2023 07:02 Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. Innlent 14.6.2023 14:18 Býflugnaher tók yfir Manhattan Þúsundir býflugna gerðu sig heimkomnar utan á hóteli á Manhattan með þeim afleiðingum að loka þurfti heilli húsaröð á mótum Broadway og 54. götu. Erlent 13.6.2023 09:36 Samningi rift vegna kaupa á pug-hundi sem reyndist fatlaður Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur viðurkennt rétt manns til að rifta samningi um kaup á hreinræktuðum hundi af tegundinni pug þar sem í ljós hafi komið að hundurinn hafi reynst fatlaður. Neytendur 12.6.2023 08:33 Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa. Lífið 11.6.2023 20:31 Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna. Innlent 10.6.2023 20:31 Rússneskum manni banað af hákarli í Rauðahafi Rússneskur maður lést í gær eftir að tígrishákarl réðst á hann undan ströndum Hurghada í Egyptalandi. Hákarlinn réðst á manninn skammt frá landi og stóðu ferðamenn á bakkanum og horfðu á árásina. Erlent 9.6.2023 11:28 Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna? Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.isÍ grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Skoðun 9.6.2023 09:01 Fólk beðið um að láta af brauðgjöf til andanna Dýravinir á öllum aldri eru beðnir um að standast þá freistingu að gefa öndunum brauð við Tjörnina í Reykjavík í sumar. Ástæðan eru sílamávar sem eru líklegir til að vaða í nýklakta andarungana. Innlent 8.6.2023 14:09 Rostungurinn er farinn Rostungurinn sem legið hefur í fjörunni í Álftanesi í dag hefur synt aftur út á haf út samkvæmt sjónarvottum. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Innlent 7.6.2023 20:14 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. Innlent 7.6.2023 19:21 Krókódílar færir um eingetnað Krókódíll í dýragarði í Kosta Ríka verpti eggjum sem innihéldu lífvænleg fóstur, án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt karlkyns krókódíl. Eggin klekktust ekki út en fóstrin í þeim voru nánast með sama erfðamengi og móðirin. Erlent 7.6.2023 18:19 Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum. Innlent 7.6.2023 17:00 Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum. Innlent 7.6.2023 16:23 Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum Innlent 7.6.2023 15:49 Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. Innlent 7.6.2023 10:41 Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. Erlent 7.6.2023 08:26 Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Innlent 6.6.2023 21:04 Hræ af kúm og hnúfubaki legið í fjörunni í tvo mánuði Tvö kúahræ og hræ af hnúfubak hafa legið í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum í tvo mánuði. Farið er að slá verulega í hræin og komin er af þeim lykt. Innlent 5.6.2023 22:00 Óvænt ánægja þegar tjaldsegg fundust við leiði Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar. Lífið 4.6.2023 15:29 „Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Innlent 3.6.2023 10:58 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. Innlent 2.6.2023 15:04 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 68 ›
Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta. Erlent 20.6.2023 08:49
Sungið fyrir svínin áður en þau fara í gasklefann Samkvæmt innanbúðarupplýsingum hjá Stjörnugrís öskra svínin og ærast í gasklefanum. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir gösun valda svínum stressi og þau reyni að komast úr aðstæðunum. Innlent 20.6.2023 08:00
Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Innlent 19.6.2023 19:15
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 19.6.2023 11:37
Fjölskylda á Ítalíu leitar Tipsý: „Ég er búin að grenja úr mér augun“ Fjölskyldufrí Maríönnu Magnúsdóttur tók snögga beygju þegar Tipsý, einn fjögurra hunda fjölskyldunnar, týndist degi fyrir brottför. Hennar er nú leitað en Maríanna biðlar til fólks að láta dýraleitarþjónustuna Dýrfinnu vita, verði einhver hennar var. Innlent 19.6.2023 11:00
Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Innlent 19.6.2023 10:14
„Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. Innlent 18.6.2023 15:39
Stjörnugrís leyfir fjölmiðlum ekki að mynda gösun svína Samtök um dýravelferð á Íslandi skora á Stjörnugrís að bjóða fjölmiðlum og fulltrúum dýravelferðarsamtaka að koma og fylgjast með slátrun. Stjörnugrís mun ekki heimila það. Innlent 16.6.2023 14:41
Bíræfin býfluga barðist við að dingla bjöllunni Fjölskylda í Breiðholtinu vaknaði upp á þriðjudag við óvæntan gest sem lá á húninum. Gesturinn sem hafði beðið lengi fyrir utan reyndist, við nánari athugun, vera suðandi býfluga sem vildi komast inn. Lífið 16.6.2023 07:02
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. Innlent 14.6.2023 14:18
Býflugnaher tók yfir Manhattan Þúsundir býflugna gerðu sig heimkomnar utan á hóteli á Manhattan með þeim afleiðingum að loka þurfti heilli húsaröð á mótum Broadway og 54. götu. Erlent 13.6.2023 09:36
Samningi rift vegna kaupa á pug-hundi sem reyndist fatlaður Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur viðurkennt rétt manns til að rifta samningi um kaup á hreinræktuðum hundi af tegundinni pug þar sem í ljós hafi komið að hundurinn hafi reynst fatlaður. Neytendur 12.6.2023 08:33
Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa. Lífið 11.6.2023 20:31
Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna. Innlent 10.6.2023 20:31
Rússneskum manni banað af hákarli í Rauðahafi Rússneskur maður lést í gær eftir að tígrishákarl réðst á hann undan ströndum Hurghada í Egyptalandi. Hákarlinn réðst á manninn skammt frá landi og stóðu ferðamenn á bakkanum og horfðu á árásina. Erlent 9.6.2023 11:28
Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna? Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.isÍ grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Skoðun 9.6.2023 09:01
Fólk beðið um að láta af brauðgjöf til andanna Dýravinir á öllum aldri eru beðnir um að standast þá freistingu að gefa öndunum brauð við Tjörnina í Reykjavík í sumar. Ástæðan eru sílamávar sem eru líklegir til að vaða í nýklakta andarungana. Innlent 8.6.2023 14:09
Rostungurinn er farinn Rostungurinn sem legið hefur í fjörunni í Álftanesi í dag hefur synt aftur út á haf út samkvæmt sjónarvottum. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Innlent 7.6.2023 20:14
Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. Innlent 7.6.2023 19:21
Krókódílar færir um eingetnað Krókódíll í dýragarði í Kosta Ríka verpti eggjum sem innihéldu lífvænleg fóstur, án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt karlkyns krókódíl. Eggin klekktust ekki út en fóstrin í þeim voru nánast með sama erfðamengi og móðirin. Erlent 7.6.2023 18:19
Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum. Innlent 7.6.2023 17:00
Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum. Innlent 7.6.2023 16:23
Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum Innlent 7.6.2023 15:49
Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. Innlent 7.6.2023 10:41
Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. Erlent 7.6.2023 08:26
Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Innlent 6.6.2023 21:04
Hræ af kúm og hnúfubaki legið í fjörunni í tvo mánuði Tvö kúahræ og hræ af hnúfubak hafa legið í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum í tvo mánuði. Farið er að slá verulega í hræin og komin er af þeim lykt. Innlent 5.6.2023 22:00
Óvænt ánægja þegar tjaldsegg fundust við leiði Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar. Lífið 4.6.2023 15:29
„Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Innlent 3.6.2023 10:58
Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. Innlent 2.6.2023 15:04