Erlent

Stöðv­að­ur með stærð­ar­inn­ar naut í far­þeg­a­sæt­in­u

Samúel Karl Ólason skrifar
Nautið Howdy Doody er sagður vanur því að fara á rúntinn.
Nautið Howdy Doody er sagður vanur því að fara á rúntinn. Skjáskot

Lögreglunni í Norfolk í Nebrasaka barst í gær tilkynning um mann sem var að keyra niður þjóðveg með „kú í bílnum,“ eins og það var orðað. Þegar umræddur maður var stöðvaður kom í ljós að hann var með stórt Watusi naut í farþegasætinu.

Í samtali við héraðsmiðilinn NCN segir lögreglustjórinn Chad Reiman að lögregluþjónarnir sem fóru á vettvang hafi búist við því að einhver væri á ferðinni með kálf eða eitthvað smátt sem passaði í bíl en svo reyndist alls ekki.

Þarna var á ferðinni maður sem heitir Lee Meyer og „vinur hans“ Howdy Doody. Meyer hefur breytt fólksbíl sínum svo Howdy Doody geti farið með honum á rúntinn. Þeir eru sagðir fara reglulega á rúntinn og taka þátt í skrúðgöngum á svæðinu.

Lögregluþjónarnir sektuðu Meyer þó, þar sem hann var að brjóta nokkur umferðarlög, og sögðu honum að fara aftur heim með Howdy Doody.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×