Fjölmiðlar

Fréttamynd

Opið bréf til Heimildarinnar

Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt.

Skoðun
Fréttamynd

Ingi Freyr með stöðu sakbornings

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, hefur fengið stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Þóra aftur kölluð í yfirheyrslu

Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Edda segir skilið við Eigin konur

Edda Falak mun hætta með hlaðvarpsþættina Eigin konur og þess í stað byrja með nýja þætti á Heimildinni. Þættirnir munu heita Edda Falak og hefja göngu sína í mars.

Innlent
Fréttamynd

BBC neitar ásökunum um ritskoðun

Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Lineker út í kuldann vegna um­­­mæla á sam­­fé­lags­­miðlum

Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

BBC sýnir ekki Atten­bor­ough af ótta við hægri­menn

Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi

Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun.

Innlent
Fréttamynd

Útgildi sem afskræma umræðu um forstjóralaun

Launakjör forstjóra skráðra félaga í Kauphöllinni hafa verið í kastljósinu á undanförnum vikum. Nú þegar flest fyrirtækin hafa skilað ársuppgjöri fyrir síðasta ári er fyrirsjáanlegt að fjölmiðlar fari ofan í saumana á því hvernig forstjórunum er umbunað og ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Það gagnast hluthöfum viðkomandi fyrirtækja, sjóðfélögum lífeyrissjóða og samfélaginu í heild sinni að stórum atvinnufyrirtækjum sé veitt aðhald í þessum efnum.

Klinkið
Fréttamynd

Rit­stjóri og blaða­maður Vísis kallaðir fyrir dóm

Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þor­steinn Már tekur blaða­menn í kennslu­stund

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifar bréf til starfsmanna sem birt er á vefsíðu útgerðarfyrirtækisins, þar sem hann leggur út af afsökunarbeiðni Aftenposten í Noregi og hefur hana til marks um að blaðamennska á Íslandi sé ekki uppá marga fiska.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er ekki eðlileg hegðun

Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni.

Skoðun
Fréttamynd

Sýn kaupir allt hlutafé móðurfélags Já

Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélags upplýsingatæknifyrirtækisins Já, sem rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.

Innherji