Frakkland Frakkar banna stutt flug Frakkland hefur nú bannað stutt innanlandsflug ef sambærileg lestarferð er til staðar. Þetta er gert til að sporna við losun kolefnis þar sem lestarferðirnar eru töluvert umhverfisvænni. Það eru þó ekki jafn margar flugleiðir sem verða fyrir barði bannsins og upphaflega var gert ráð fyrir. Erlent 23.5.2023 23:58 Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. Erlent 22.5.2023 08:13 Neyðarástand að skapast í Evrópu Yfirvöld í Suður-Evrópu standa frammi fyrir miklum þurrkum í sumar en vatn skortir nú þegar á nokkrum svæðum og bændur óttast mikinn uppskerubrest. Takmörkuð úrkoma í nokkur ár og aukinn hiti hefur dregið verulega úr stöðu vatnsbóla og grunnvatns í sunnanverðri Evrópu. Erlent 17.5.2023 17:04 Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Lífið 17.5.2023 10:57 Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. Erlent 17.5.2023 08:21 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. Erlent 10.5.2023 07:14 Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. Innlent 9.5.2023 14:53 Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Erlent 6.5.2023 16:15 Rúmlega hundrað lögreglumenn særðust í Frakklandi Rúmlega hundrað lögreglumenn eru slasaðir eftir mikil mótmæli í Frakklandi í gær, fyrsta maí. Erlent 2.5.2023 07:20 Háskólaprófessor í lífstíðarfangelsi fjörutíu árum eftir sprenginguna Hassan Diab, 69 ára gamall háskólaprófessor búsettur í Ottowa í Kanada, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sprengt sprengju fyrir utan bænahús í París árið 1980 þar sem fjórir létust og 46 særðust. Erlent 21.4.2023 22:00 Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. Lífið 20.4.2023 08:44 Þrettán konur saka Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. Erlent 12.4.2023 18:55 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00 Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Erlent 12.4.2023 14:40 Minnst fjórir látnir eftir sprenginguna í Marseille Minnst fjórir eru látnir eftir að tvö hús hrundu eftir sprengingu í Marseille aðfaranótt sunnudags. Erlent 10.4.2023 11:12 Fjögur látin eftir snjóflóð í frönsku Ölpunum Minnst fjórir eru látnir eftir að snjóflóð féll í frönsku Ölpunum. Enn er talin hætta á frekari snjóflóðum. Erlent 9.4.2023 16:48 Allt að tíu fastir í húsarústum eftir sprengingu Talið er að allt að tíu manns séu fastir í rústum tveggja húsa sem hrundu eftir sprengingu í Marseille í Frakklandi í nótt. Erlent 9.4.2023 11:23 Frakkar og Þjóðverjar virðast hafa misst áhugann á Bretlandi í kjölfar Brexit Vísbendingar eru uppi um að Frakkar og Þjóðverjar séu að missa áhugann á að ferðast til Bretlands í kjölfar Brexit. Ástæðurnar eru meðal annars kröfur um framvísun vegabréfs en minna en helmingur íbúa Frakklands og Þýskalands eiga gilt vegabréf. Erlent 8.4.2023 14:59 Mótmælendur kveiktu í uppáhalds veitingastað Macron Hundruð þúsunda hafa mótmælt fyrirætlunum franskra stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64 ár þar í landi. Í dag kveiktu mótmælendur í París í sóltjaldi veitingastaðar sem frægur er fyrir að hýsa teiti forsetans í landinu, Emmanuels Macrons. Erlent 6.4.2023 23:08 Um 90 prósent Parísarbúa vill banna rafhlaupahjól til leigu Íbúar Parísarborgar hafa kveðið upp sinn dóm; rafmagnshlaupahjól til leigu verða gerð útlæg úr borginni. Um 90 prósent borgarbúa greiddu atkvæði með banni gegn farartækjunum, sem þykja hin mestu skaðræði. Erlent 3.4.2023 07:01 Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. Erlent 27.3.2023 15:36 Hættir við konunglega heimsókn vegna óróans í Frakklandi Karl þriðji Bretakonungur frestaði í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Frakklands vegna uppþotanna sem þar geisa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór þess á leit að heimsókninni yrði slegið á frest. Erlent 24.3.2023 11:37 Báru eld að ráðhúsinu í Bordeaux Mótmælendur í borginni Bordeaux í Frakklandi kveiktu í ráðhúsi borgarinnar í gærkvöldi en talið er að fleiri en ein milljón manna hafi mótmælt á götum úti í landinu í gær. Erlent 24.3.2023 06:34 Franska til framtíðar 20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Skoðun 21.3.2023 11:01 Ríkisstjórn Frakklands heldur velli Vantrauststillaga á hendur ríkisstjórn Frakklands var felld með minnsta mun í dag. Ríkisstjórnin heldur því velli á meðan Frakkar mótmæla á götum úti. Erlent 20.3.2023 19:44 Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 19.3.2023 15:05 Átök í París eftir ákvörðun um að þröngva umdeildu frumvarpi í gegnum þingið Til átaka kom á milli lögreglunnar í París og fleiri borgum Frakklands og mótmælenda í gærkvöldi eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta ákvað að þröngva breytingum á eftirlaunakerfinu í gegnum franska þingið án þess að greiða um það atkvæði. Erlent 17.3.2023 07:31 Macron þvingar í gegn breytingar á lífeyriskerfi Franska ríkisstjórnin ákvað að þvinga í gegn óvinsælar breytinga á eftirlaunakerfi landsins rétt áður en atkvæðagreiðsla átti að fara fram um þær í neðri deild þingsins í dag. Ákvörðunin byggir á sérstöku stjórnarskrárákvæði. Erlent 16.3.2023 14:46 5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. Erlent 15.3.2023 09:00 Enn efnt til mótmæla vegna hækkunar eftirlaunaaldursins Yfirvöld í Frakklandi undirbúa sig nú undir fjöldamótmæli og umfangsmiklar samgönguraskanir en starfsmenn í lestar- og flugsamgöngum hefja verkföll í dag. Boðað var til aðgerðanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að hækka eftirlaunaldurinn úr 62 í 64 ár. Erlent 7.3.2023 12:14 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 43 ›
Frakkar banna stutt flug Frakkland hefur nú bannað stutt innanlandsflug ef sambærileg lestarferð er til staðar. Þetta er gert til að sporna við losun kolefnis þar sem lestarferðirnar eru töluvert umhverfisvænni. Það eru þó ekki jafn margar flugleiðir sem verða fyrir barði bannsins og upphaflega var gert ráð fyrir. Erlent 23.5.2023 23:58
Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. Erlent 22.5.2023 08:13
Neyðarástand að skapast í Evrópu Yfirvöld í Suður-Evrópu standa frammi fyrir miklum þurrkum í sumar en vatn skortir nú þegar á nokkrum svæðum og bændur óttast mikinn uppskerubrest. Takmörkuð úrkoma í nokkur ár og aukinn hiti hefur dregið verulega úr stöðu vatnsbóla og grunnvatns í sunnanverðri Evrópu. Erlent 17.5.2023 17:04
Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Lífið 17.5.2023 10:57
Sarkozy tapar áfrýjun en sleppur við að sitja inni Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband. Erlent 17.5.2023 08:21
Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. Erlent 10.5.2023 07:14
Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. Innlent 9.5.2023 14:53
Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Erlent 6.5.2023 16:15
Rúmlega hundrað lögreglumenn særðust í Frakklandi Rúmlega hundrað lögreglumenn eru slasaðir eftir mikil mótmæli í Frakklandi í gær, fyrsta maí. Erlent 2.5.2023 07:20
Háskólaprófessor í lífstíðarfangelsi fjörutíu árum eftir sprenginguna Hassan Diab, 69 ára gamall háskólaprófessor búsettur í Ottowa í Kanada, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sprengt sprengju fyrir utan bænahús í París árið 1980 þar sem fjórir létust og 46 særðust. Erlent 21.4.2023 22:00
Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. Lífið 20.4.2023 08:44
Þrettán konur saka Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. Erlent 12.4.2023 18:55
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00
Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Erlent 12.4.2023 14:40
Minnst fjórir látnir eftir sprenginguna í Marseille Minnst fjórir eru látnir eftir að tvö hús hrundu eftir sprengingu í Marseille aðfaranótt sunnudags. Erlent 10.4.2023 11:12
Fjögur látin eftir snjóflóð í frönsku Ölpunum Minnst fjórir eru látnir eftir að snjóflóð féll í frönsku Ölpunum. Enn er talin hætta á frekari snjóflóðum. Erlent 9.4.2023 16:48
Allt að tíu fastir í húsarústum eftir sprengingu Talið er að allt að tíu manns séu fastir í rústum tveggja húsa sem hrundu eftir sprengingu í Marseille í Frakklandi í nótt. Erlent 9.4.2023 11:23
Frakkar og Þjóðverjar virðast hafa misst áhugann á Bretlandi í kjölfar Brexit Vísbendingar eru uppi um að Frakkar og Þjóðverjar séu að missa áhugann á að ferðast til Bretlands í kjölfar Brexit. Ástæðurnar eru meðal annars kröfur um framvísun vegabréfs en minna en helmingur íbúa Frakklands og Þýskalands eiga gilt vegabréf. Erlent 8.4.2023 14:59
Mótmælendur kveiktu í uppáhalds veitingastað Macron Hundruð þúsunda hafa mótmælt fyrirætlunum franskra stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64 ár þar í landi. Í dag kveiktu mótmælendur í París í sóltjaldi veitingastaðar sem frægur er fyrir að hýsa teiti forsetans í landinu, Emmanuels Macrons. Erlent 6.4.2023 23:08
Um 90 prósent Parísarbúa vill banna rafhlaupahjól til leigu Íbúar Parísarborgar hafa kveðið upp sinn dóm; rafmagnshlaupahjól til leigu verða gerð útlæg úr borginni. Um 90 prósent borgarbúa greiddu atkvæði með banni gegn farartækjunum, sem þykja hin mestu skaðræði. Erlent 3.4.2023 07:01
Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. Erlent 27.3.2023 15:36
Hættir við konunglega heimsókn vegna óróans í Frakklandi Karl þriðji Bretakonungur frestaði í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Frakklands vegna uppþotanna sem þar geisa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór þess á leit að heimsókninni yrði slegið á frest. Erlent 24.3.2023 11:37
Báru eld að ráðhúsinu í Bordeaux Mótmælendur í borginni Bordeaux í Frakklandi kveiktu í ráðhúsi borgarinnar í gærkvöldi en talið er að fleiri en ein milljón manna hafi mótmælt á götum úti í landinu í gær. Erlent 24.3.2023 06:34
Franska til framtíðar 20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Skoðun 21.3.2023 11:01
Ríkisstjórn Frakklands heldur velli Vantrauststillaga á hendur ríkisstjórn Frakklands var felld með minnsta mun í dag. Ríkisstjórnin heldur því velli á meðan Frakkar mótmæla á götum úti. Erlent 20.3.2023 19:44
Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 19.3.2023 15:05
Átök í París eftir ákvörðun um að þröngva umdeildu frumvarpi í gegnum þingið Til átaka kom á milli lögreglunnar í París og fleiri borgum Frakklands og mótmælenda í gærkvöldi eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta ákvað að þröngva breytingum á eftirlaunakerfinu í gegnum franska þingið án þess að greiða um það atkvæði. Erlent 17.3.2023 07:31
Macron þvingar í gegn breytingar á lífeyriskerfi Franska ríkisstjórnin ákvað að þvinga í gegn óvinsælar breytinga á eftirlaunakerfi landsins rétt áður en atkvæðagreiðsla átti að fara fram um þær í neðri deild þingsins í dag. Ákvörðunin byggir á sérstöku stjórnarskrárákvæði. Erlent 16.3.2023 14:46
5.600 tonn af rusli hlaðborð fyrir rottur Parísarborgar Borgaryfirvöld í París segja 5.600 tonn af rusli hafa safnast upp í borginni eftir að sorphirðustarfsmenn lögðu niður störf til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64 ár. Erlent 15.3.2023 09:00
Enn efnt til mótmæla vegna hækkunar eftirlaunaaldursins Yfirvöld í Frakklandi undirbúa sig nú undir fjöldamótmæli og umfangsmiklar samgönguraskanir en starfsmenn í lestar- og flugsamgöngum hefja verkföll í dag. Boðað var til aðgerðanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að hækka eftirlaunaldurinn úr 62 í 64 ár. Erlent 7.3.2023 12:14