KSÍ

Fréttamynd

„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg.

Fótbolti
Fréttamynd

Vestri stendur við fyrri yfir­lýsingu

Knattspyrnudeild Vestra stendur við fyrri yfirlýsingu sína, það er að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði í leik Vestra og Fylkis þann 18. júní. KSÍ staðfesti í gær, mánudag, að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í málinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dreymir um að dæma Evrópu- eða lands­leiki

Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR og FH án lykil­manna í næstu um­ferð

Ef til vill finnur Gregg Ryder lausn á varnarvandræðum KR-liðsins í næstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Miðvarðarpar liðsins, Finnur Tómas Pálmason og Axel Óskar Andrésson, verður í leikbanni þegar KR-ingar sækja ÍA heim þann 18. júní næstkomandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tveir leik­menn utan hóps vegna klúðurs KSÍ

Mistök hjá KSÍ gera að verkum að tveir leikmenn í landsliðshópi kvenna mega ekki taka þátt í leik dagsins við Austurríki í undankeppni EM. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu um málið fyrir skemmstu. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar

Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir þurfa að vera heilir til að fá að spila“

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru ekki valdir í landsliðshóp Íslands fyrir komandi vináttuleiki. Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide sammæltust um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar“

Åge Hareide kynnti í morgun landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum og Hareide staðfestir að hann hafi ekki haft heimild til að velja Albert.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð Snorri nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari

Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í stað Jóhannes Karls Guðjónssonar. Davíð hefur þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, nú nýlegast u21 árs landsliðið. 

Fótbolti
Fréttamynd

Starfs­maður Fylkis dæmdur í tveggja leikja bann

Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis og liðsstjóri beggja meistaraflokka félagsins í Bestu deild karla og kvenna hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann þar sem hann hefu rnælt sér í tvö rauð spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá þarf Fylkir að greiða 20 þúsund króna sekt vegna rauðu spjaldanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH fékk tvær sektir frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað FH um alls 28 þúsund krónur vegna fjölda refsistiga sem liðið fékk í 3-0 tapinu gegn Val í Mjólkurbikar karla og svo í 2-1 sigrinum á ÍA í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Barns­hafandi eftir langt ferli sem tók á and­lega

Knatt­spyrnu­konan Gunn­hildur Yrsa Jóns­dóttir og unnusta hennar Erin Mc­Leod eiga von á sínu fyrsta barni saman. Gunn­hildur greindi frá því á dögunum að hún væri barns­hafandi og mun hún því ekki leika með Stjörnunni á yfir­standandi tíma­bili í Bestu deildinni. Ferlið að verða barns­hafandi. Tók hins vegar lengri tíma en þær höfðu á­ætlað.

Íslenski boltinn