KSÍ

Fréttamynd

Mál Alberts látið niður falla

Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál gegn knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Síðasta sumar var hann kærður fyrir kynferðisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta við­tal? Nei

Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Varar við aftur­hvarfi KSÍ: „Mikil­­vægara var að verja of­beldis­­menn en brota­þola“

„Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ ræður lög­mann í slaginn við ÍSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ aug­lýsir eftir lukkukrökkum

Knattspyrnusamband Íslands býður nú börnum á aldrinum 6-10 ára upp á tækifæri til að leiða leikmenn kvennalandsliðsins inn á Kópavogsvöll, fyrir leikinn mikilvæga við Serbíu um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja breyta reglum eftir mál Arnars

Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Afar ó­líkar til­lögur KSÍ og ÍTF um kjör­gengi

Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mörg sér­sam­bönd ó­sátt á hverju einasta ári“

Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 

Sport
Fréttamynd

Okkar KSÍ

Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi.

Skoðun
Fréttamynd

Dómara­málin inn í skóla­kerfið

Einn stærsti þátturinn í knattspyrnu er hlutur dómara. Góð dómgæsla er góð fyrir leikinn og þá ráðast úrslitin á leikmönnum, leikskipulagi, þjálfun og fleiri þeim þáttum sem við unnendur knattspyrnu höfum áhrif á.

Skoðun