KSÍ

Fréttamynd

Enginn bauð sig fram gegn Vöndu til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir verður forrmaður bráðabirgðastjórnar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en engin mótframboð bárust í formannssætið. Aukaþing verður haldið næsta laugardag, en seinasti dagurinn til að bjóða sig fram var í gær.

Sport
Fréttamynd

Helga býður sig fram í stjórn KSÍ

Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál

Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafrún, Kjartan og Rán skoða viðbrögð KSÍ

Kjartan Björgvinsson héraðsdómari mun gegna formennsku í þriggja manna nefnd á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem ætlað er að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð Knattspyrnusambands Íslands vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Sport
Fréttamynd

Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann

„Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook.

Sport
Fréttamynd

Frétta­stofa RÚV og rétt­lát máls­með­ferð

Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað.

Innlent
Fréttamynd

Vöknum!

KSÍ hefur á undanförnum árum viljað sýnast fyrirmynd á öllum sviðum og innan sambandsins hafa verið komið á fót ferlum þar sem m.a. eru settar skorður á frelsi einstaklinga að tjá sig, t.d. var knattspyrnudeild og ákveðinn þjálfari í starfi hjá henni sektuð í október 2020 fyrir ummæli sem vart teljast annað en sárasaklaus, þ.e. þjálfarinn sagði í hlaðvarpsþætti að ef ekki yrði tekin tiltekin ákvörðun um leikbann leikmanns KR myndi þjálfarinn „brenna Laugardalinn persónulega sjálfur“.

Skoðun