EM 2017 í Finnlandi

Fréttamynd

Þarf að vera klókari

Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland

Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjör í FanZone í Helsinki

Íslenskir stuðningsmenn körfuboltalandsliðsins komu saman í miðborg Helsinki og hituðu upp fyrir leikinn við Grikki. Arnar Björnsson og Björn Sigurðsson fönguðu stemninguna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur: Ég verð stoltur af þessu sama hvað gerist

"Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki.

Körfubolti
Fréttamynd

Þýðir ekkert að vera feiminn

KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu

Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni

Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar ­Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust.

Körfubolti