Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2017 19:30 Martin Hermannsson skorar í leiknum gegn Grikkjum. Mynd/FIBA Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. „Það gengur illa að venjast þessum bolta en vonandi verður þetta allt í lagi á morgun," sagði Martin Hermannsson aðspurður um hvernig nótin með keppnisboltanum hafði gengi. Hann lofaði því eftir Grikklandsleikinn að hann ætlaði að sofa með boltann til að venjast honum betur. Martin og strákarnir í körfuboltalandsliðinu eru flestir mjög óánægðir með keppnisboltann á Eurobasket sem er allt annar bolti en þeir eiga að verjast. Það fór ekki framhjá neinum sem sá leikinn við Grikki að hann var oft eins og sápustykki í höndunum á íslensku bakvörðunum. „Ég þarf bara að hætta að hugsa um þetta því ég má ekki einbeita mér alltof mikið að þessu. Þeir eru að spila með sama bolta og ég. Þeir settu niður þriggja stiga skot í gær þannig að ég ætti að geta gert það líka,“ sagði Martin. Framundan er leikur á móti Pólverjum á morgun en pólska liðið tapaði með níu stiga mun á móti Slóvenum í sínum fyrsta leik. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með sterka leikmenn og ef einhver einn á lélegan leik þá er bara sá næsti sem stígur fram. Við þurfum svolítið að einbeita okkur að þeirra veikleikum sem við höldum að við séum búnir að finna. Vonandi gengur það upp á morgun,“ sagði Martin. Eitt þarf að lagast hjá íslenska liðinu og það eru skotin fyrir utan þriggja stiga línuna en aðeins 6 af 61 stigi Íslands í tapleiknum á móti Grikklandi komu eftir heppnuð skot fyrir utan þriggja stiga línuna. „Við þurfum líka að hitta. Það gengur ekki að hitta aðeins úr 2 af 23 þriggja stiga skotum. Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði,“ sagði Martin. Ítalska landsliðið skoraði þrettán þriggja stiga körfur í sínum fyrsta leik á EM sem var á móti Ísrael eða ellefu fleiri þrista en íslenska liðið. Martin var með svar við þessu? „Þeir hljóta að vera með einhvern annan bolta," sagði Martin hlæjandi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. „Það gengur illa að venjast þessum bolta en vonandi verður þetta allt í lagi á morgun," sagði Martin Hermannsson aðspurður um hvernig nótin með keppnisboltanum hafði gengi. Hann lofaði því eftir Grikklandsleikinn að hann ætlaði að sofa með boltann til að venjast honum betur. Martin og strákarnir í körfuboltalandsliðinu eru flestir mjög óánægðir með keppnisboltann á Eurobasket sem er allt annar bolti en þeir eiga að verjast. Það fór ekki framhjá neinum sem sá leikinn við Grikki að hann var oft eins og sápustykki í höndunum á íslensku bakvörðunum. „Ég þarf bara að hætta að hugsa um þetta því ég má ekki einbeita mér alltof mikið að þessu. Þeir eru að spila með sama bolta og ég. Þeir settu niður þriggja stiga skot í gær þannig að ég ætti að geta gert það líka,“ sagði Martin. Framundan er leikur á móti Pólverjum á morgun en pólska liðið tapaði með níu stiga mun á móti Slóvenum í sínum fyrsta leik. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með sterka leikmenn og ef einhver einn á lélegan leik þá er bara sá næsti sem stígur fram. Við þurfum svolítið að einbeita okkur að þeirra veikleikum sem við höldum að við séum búnir að finna. Vonandi gengur það upp á morgun,“ sagði Martin. Eitt þarf að lagast hjá íslenska liðinu og það eru skotin fyrir utan þriggja stiga línuna en aðeins 6 af 61 stigi Íslands í tapleiknum á móti Grikklandi komu eftir heppnuð skot fyrir utan þriggja stiga línuna. „Við þurfum líka að hitta. Það gengur ekki að hitta aðeins úr 2 af 23 þriggja stiga skotum. Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði,“ sagði Martin. Ítalska landsliðið skoraði þrettán þriggja stiga körfur í sínum fyrsta leik á EM sem var á móti Ísrael eða ellefu fleiri þrista en íslenska liðið. Martin var með svar við þessu? „Þeir hljóta að vera með einhvern annan bolta," sagði Martin hlæjandi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum