Ægir: Við þurfum þessa orku frá Íslendingunum í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 11:30 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/ÓskarÓ Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum