Hinsegin

Fréttamynd

Verkfæri tungumálsins og ólíkir reynsluheimar

Í umræðu um kynhlutlaust mál er því oft haldið fram að íslenskt mál sé afar „kynjað“. Svokölluð kynhlutlaus málnotkun gerir hins vegar íslenska málfræði í raun ekki „kynhlutlausa“ frá sjónarmiði málfræðinnar. Nafngiftin kyn er arfleifð frá forngrískum og latneskum mállýssingum þar sem nafnorðum var skipt niður í flokka eftir karlkyni, kvenkyni eða hvorugkyni.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera hinsegin

Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera eitt í kær­leikanum

Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Áhrifafólk í Mið­flokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði

Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan er fyrir alla

Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“

Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra.

Innlent
Fréttamynd

Sendi borgarstjóra Oslóar samúðarkveðjur

Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, sendi Marianne Borgen, borgarstjóra Oslóar og íbúum borgarinnar samúðarkveðjur vegna skotárásinnar þar í gær. Tveir létust í árásinni sem hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst

Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu.

Erlent
Fréttamynd

Telja árásina hryðjuverk íslamista

Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin

Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri.

Erlent
Fréttamynd

Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann

Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn.

Erlent