Hin hliðin á skápnum Guðrún Hlín Bragadóttir skrifar 3. ágúst 2022 09:52 Í tilefni hinsegin daga: Mig hefur stundum langað að skrifa um þá reynslu að vera við hinn endann á skápnum – maki þess sem kemur út úr skápnum. Það er reynsla sem lítið er rætt um og fáir sjá eða átta sig á þeim rússíbana flókinna tilfinninga sem fylgir henni. Eitt af því litla efni sem ég fann á sínum tíma var TED talk Emily Reese sem ég læt fylgja með hér neðar. Reyndar fann ég ekkert sem ég tengdi að öllu leyti við en það hjálpaði þó að lesa um reynslu annarra í svipaðri stöðu. Að vinna úr þessu, eins og öðrum áföllum, er algjört langhlaup þar sem maður þarf að læra að elska og þekkja sjálfan sig alveg ofan í kjölinn. Margar spurningar þeysast um í kollinum og tilfinningar og efasemdir um sjálfan sig og lífið fram að þessu eru svolítið yfirþyrmandi, svo eru viðbrögð samferðafólks og allar tilfinningarnar sem togast á. Tilfinningin um svik og að hafa lifað í lélegu leikriti árum saman togast til dæmis á við tilfinningar um að vilja styðja og verja makann á allan hátt. En allar tilfinningar eiga rétt á sér og maður þarf soldið að klára rússíbanann til að finna að lokum jafnvægi. Eitt af mínum fyrstu viðbrögðum var að leggja mig alla fram um að styðja, standa við bakið á og verja eins og ljón maka minn sem var að taka þetta stóra skref. Og nei, skilnaður er ekki endilega borðleggjandi alveg strax þó það hljómi kannski skringilega að segja það núna. Í mínu tilfelli var ég fyrst alltaf að hugsa um tilfinningar og líðan makans og þurfti hjálp til að sjá hvað ég sjálf þurfti og vildi. Með því að vera „hetja‟ og hugsa nær eingöngu um upplifun og líðan makans var ég stundum hreinlega að trampa á eigin sjálfsvirðingu með hælaskóm. Svo kom reiðin seinna en hvert átti að beina henni? Við því er ekkert einfalt svar en allt tekur þetta tíma og sem betur fer er hægt að vinna úr hlutum og standa uppi að lokum með gott jafnvægi og ró í huga. Viðbrögð fólks í kringum okkur voru sum skondin og skrítin en önnur særandi og óþægileg. Yfir sumum viðbrögðum get ég fengið hláturskast á meðan önnur (ekki mörg) voru særandi á sínum tíma – þó það sé læknað og liðið í dag. Viðbrögð þeirra sem þögðu, sögðu ekkert og jafnvel forðuðust mann voru líka erfið. Tek þó fram að nær allir sýndu ómældan stuðning og voru skilningsríkir og hjálpsamir, fyrir það er ég óendanlega þakklát. Markmiðið með því að skrifa niður nokkur af þeim viðbrögðum sem komu endurtekið og oft er ekki að dæma eða hneykslast á einum né neinum heldur frekar að vekja til umhugsunar, sýna aðeins mína hlið og vonandi auka skilning. Sjálf hef ég oft látið kjánaleg orð falla eða spurt fólk klisjukenndra spurninga af því ég skil ekki eða þekki ekki alveg þeirra reynsluheim. Við erum öll bara mannleg og öll með einhverja fordóma hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. En með því að deila reynslu, vera með opinn huga og vilja uppfræðast um reynsluheim annarra getum við minnkað fordóma bæði hjá okkur sjálfum og öðrum. Án þess að vera allt of persónuleg eru hér nokkur klassísk viðbrögð og hugleiðingar tengt þeim, ekkert þeirra er ýkt þó gamansamur tónn laumi sér í gegn því ég bara get ekki annað en hlegið að sumu. • Hamingjuóskir sem prumpa glimmeri geta verið jafn særandi og óþægilegar og gamaldags kredduhugmyndir um synd - bæði fyrir þann sem kemur út úr skápnum og makann. Enginn leysir upp fjölskyldu í einhverju hamingjukasti og það er bara ekki viðeigandi að hrópa hamingjuóskum yfir þann sem kemur út úr skápnum þegar fyrrverandi makinn stendur við hlið hans. Vissulega má samgleðjast en bíddu aðeins með að hoppa af kæti og reyndu að setja þig í spor allra aðila. Að tala um synd - hversu mikla fordóma fyrir sjálfum sér heldur þú að sá hafi sem felur sig inni í skáp? Vísun í ritningastaði má líka bara alveg missa sig, þessir ritningastaðir eru engar nýjar fréttir fyrir þann sem hefur talið ástæðu til að skammast sín. Og nei, ráðgjöf eða tillögur um að snúa viðkomandi aftur inn í skápinn því hann hljóti að átta sig, þetta hljóti að vera bara tímabil eða í versta falli þetta er synd sem þarf að lækna - slíkar ráðleggingar eru ekki velkomnar. Þarna þarf ég að passa mig að láta ekki reiði og hneykslan dynja yfir viðkomandi en þetta er mikil fáfræði, afneitun og gamaldags viðhorf (tek fram að þessar athugasemdir komu frá örfáum aðilum sem þorðu að segja þær upphátt, en svo voru reyndar hinir sem þögðu og ég vissi ekki hvar stóðu) • Fullyrðingar um að þetta hafir þú nú alltaf vitað geta verið særandi. Ef þú ert svona klár og vissir þetta allan tímann skaltu bara hafa það fyrir þig. Þessar fullyrðingar gera lítið úr þeim sem kemur út og hefur kannski verið óviss með sjálfan sig. Augljóslega gera þær líka lítið úr makanum sem vissi þetta greinilega ekki eins vel og þú, eða hvað? Fyrst þú og allir aðrir vissu þetta fyrir löngu af hverju sagði þá enginn neitt. Að sjálfsögðu veit ég hvað fólk meinar og mín fyrstu orð þegar maki minn kom út úr skápnum voru reyndar „þetta kemur mér ekki á óvart‟. En hvað? Ég bara þarf ekki að vita hvað þú ert klár og sást þetta fyrir löngu og hvað ég hlýt þá að hafa verið vitlaus, einföld og blind á merkin. Þetta er bara ekki svona svart - hvítt. • Spurningin (til maka þess sem kemur út): „Grunaði þig þetta aldrei? " Þessi spurning má bara vera heima, svarið við henni er miklu flóknara en já eða nei. Ef þetta væri svo einfalt væri viðkomandi líklega annað hvort löngu komin út úr sambandinu eða bara svona afspyrnu vitlaus að sjá ekki öll merkin sem þú sást svona vel. Ekki spyrja manneskju sem þú þekkir lítið að þessu úti í Bónus korteri eftir skilnað. Að öllum líkindum eru þetta flóknar tilfinningar, mögulega einhver „gut-feeling“ sem erfitt er að útskýra, meðvirkni, afneitun, trú á að öll vandamál hljóti að vera þér að kenna eða alls konar annað sem þig langar ekki að útskýra fyrir hverjum sem er, hvað þá úti í matvörubúð. Ekki heldur spyrja hvort kynlífið hafi ekki verið skrítið eða eitthvað í ólagi þar. Lífið er ekki alveg svo svarthvítt og einfalt, svo kannski er þetta of persónuleg spurning til að spyrja manneskju sem þú þekkir ekki þeim mun nánar að á meðan þið verslið mjólk í matinn. ... Ég gæti sagt margt fleiri en læt þetta duga í bili. Ég vona að þetta sé upplýsandi og gefi kannski smá innsýn í reynslu maka þess sem kemur út úr skápnum. Reyndar er einn vinkill sem fáir átta sig kannski á og það er flækjustigið við að reyna að stofna til annars sambands eftir þessa lífsreynslu. Á einhverjum tímapunkti þegar maður byrjar að kynnast einhverjum nýjum kemur þessi lífssaga til umræðu. Oftar en ekki lætur þá viðkomandi sig hverfa eða samskiptin frjósa örlítið eða verða vandræðaleg. Þetta hefur ekki komið oft fyrir enda hef ég lítið reynt að stofna til sambands en mig langar samt að stinga aðeins á þessa fordóma. Lífsreynsla þess sem átti maka sem kom út úr skápnum skilgreinir ekki hver hann er. Ég er svo miklu meira en konan sem átti mann sem kom út úr skápnum. En að lokum segi ég bara gleðilega hinsegin daga. Ég er rík að eiga nána fjölskyldumeðlimi og marga góða vini sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þegar allt kemur til alls er ég þakklát fyrrum maka mínum fyrir að hafa komið út úr skápnum og gleðst í hjarta mínu að sjá hann blómstra og finna sig heima. Við eigum gott foreldrasamstarf og höfum að ég held náð að vinna vel úr okkar málum. Ef ekki væri fyrir þessa reynslu hefði ég ekki þurft að vinna svona óendanlega mikið í sjálfri mér. Púslin í lífi mínu fengu sannarlega gott spark og fóru út um allt en það sem ég hef lært og vonandi þroskast við að koma þeim smátt og smátt saman aftur hefur styrkt mig. Sjálfsvirðing mín og styrkur í dag er ekki sambærilegur við þá brotnu konu sem ég var orðin fyrir skilnað – meðvirk upp fyrir haus, í stöðugu sjálfsniðurrifi og vanlíðan, sjálfstraustið skroppið lengst niður í kjallara og sat þar sem fastast þó fáir sæju það og eins og þið sem þekkið mig vitið nýbúin að lenda svo harkalega á vegg í vinnu að ég var óvinnufær og í algjöru þroti. En það er önnur saga og löng. Í dag er ég miklu styrkari í sjálfri mér þó ég sé ennþá meðvirk og óörugg á köflum eins og við öll. Takk fyrir að vera ennþá að lesa, ég vona að þetta hjálpi mögulega einhverjum. Vonandi fær saga þeirra sem eru við hinn endann á skápnum að heyrast meira. Þannig eykst skilningur og þeir sem lenda í sömu stöðu hafi fleiri sögur til að sjá að þeir eru ekki einir í heiminum. #hinsegindagar2022 Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í tilefni hinsegin daga: Mig hefur stundum langað að skrifa um þá reynslu að vera við hinn endann á skápnum – maki þess sem kemur út úr skápnum. Það er reynsla sem lítið er rætt um og fáir sjá eða átta sig á þeim rússíbana flókinna tilfinninga sem fylgir henni. Eitt af því litla efni sem ég fann á sínum tíma var TED talk Emily Reese sem ég læt fylgja með hér neðar. Reyndar fann ég ekkert sem ég tengdi að öllu leyti við en það hjálpaði þó að lesa um reynslu annarra í svipaðri stöðu. Að vinna úr þessu, eins og öðrum áföllum, er algjört langhlaup þar sem maður þarf að læra að elska og þekkja sjálfan sig alveg ofan í kjölinn. Margar spurningar þeysast um í kollinum og tilfinningar og efasemdir um sjálfan sig og lífið fram að þessu eru svolítið yfirþyrmandi, svo eru viðbrögð samferðafólks og allar tilfinningarnar sem togast á. Tilfinningin um svik og að hafa lifað í lélegu leikriti árum saman togast til dæmis á við tilfinningar um að vilja styðja og verja makann á allan hátt. En allar tilfinningar eiga rétt á sér og maður þarf soldið að klára rússíbanann til að finna að lokum jafnvægi. Eitt af mínum fyrstu viðbrögðum var að leggja mig alla fram um að styðja, standa við bakið á og verja eins og ljón maka minn sem var að taka þetta stóra skref. Og nei, skilnaður er ekki endilega borðleggjandi alveg strax þó það hljómi kannski skringilega að segja það núna. Í mínu tilfelli var ég fyrst alltaf að hugsa um tilfinningar og líðan makans og þurfti hjálp til að sjá hvað ég sjálf þurfti og vildi. Með því að vera „hetja‟ og hugsa nær eingöngu um upplifun og líðan makans var ég stundum hreinlega að trampa á eigin sjálfsvirðingu með hælaskóm. Svo kom reiðin seinna en hvert átti að beina henni? Við því er ekkert einfalt svar en allt tekur þetta tíma og sem betur fer er hægt að vinna úr hlutum og standa uppi að lokum með gott jafnvægi og ró í huga. Viðbrögð fólks í kringum okkur voru sum skondin og skrítin en önnur særandi og óþægileg. Yfir sumum viðbrögðum get ég fengið hláturskast á meðan önnur (ekki mörg) voru særandi á sínum tíma – þó það sé læknað og liðið í dag. Viðbrögð þeirra sem þögðu, sögðu ekkert og jafnvel forðuðust mann voru líka erfið. Tek þó fram að nær allir sýndu ómældan stuðning og voru skilningsríkir og hjálpsamir, fyrir það er ég óendanlega þakklát. Markmiðið með því að skrifa niður nokkur af þeim viðbrögðum sem komu endurtekið og oft er ekki að dæma eða hneykslast á einum né neinum heldur frekar að vekja til umhugsunar, sýna aðeins mína hlið og vonandi auka skilning. Sjálf hef ég oft látið kjánaleg orð falla eða spurt fólk klisjukenndra spurninga af því ég skil ekki eða þekki ekki alveg þeirra reynsluheim. Við erum öll bara mannleg og öll með einhverja fordóma hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. En með því að deila reynslu, vera með opinn huga og vilja uppfræðast um reynsluheim annarra getum við minnkað fordóma bæði hjá okkur sjálfum og öðrum. Án þess að vera allt of persónuleg eru hér nokkur klassísk viðbrögð og hugleiðingar tengt þeim, ekkert þeirra er ýkt þó gamansamur tónn laumi sér í gegn því ég bara get ekki annað en hlegið að sumu. • Hamingjuóskir sem prumpa glimmeri geta verið jafn særandi og óþægilegar og gamaldags kredduhugmyndir um synd - bæði fyrir þann sem kemur út úr skápnum og makann. Enginn leysir upp fjölskyldu í einhverju hamingjukasti og það er bara ekki viðeigandi að hrópa hamingjuóskum yfir þann sem kemur út úr skápnum þegar fyrrverandi makinn stendur við hlið hans. Vissulega má samgleðjast en bíddu aðeins með að hoppa af kæti og reyndu að setja þig í spor allra aðila. Að tala um synd - hversu mikla fordóma fyrir sjálfum sér heldur þú að sá hafi sem felur sig inni í skáp? Vísun í ritningastaði má líka bara alveg missa sig, þessir ritningastaðir eru engar nýjar fréttir fyrir þann sem hefur talið ástæðu til að skammast sín. Og nei, ráðgjöf eða tillögur um að snúa viðkomandi aftur inn í skápinn því hann hljóti að átta sig, þetta hljóti að vera bara tímabil eða í versta falli þetta er synd sem þarf að lækna - slíkar ráðleggingar eru ekki velkomnar. Þarna þarf ég að passa mig að láta ekki reiði og hneykslan dynja yfir viðkomandi en þetta er mikil fáfræði, afneitun og gamaldags viðhorf (tek fram að þessar athugasemdir komu frá örfáum aðilum sem þorðu að segja þær upphátt, en svo voru reyndar hinir sem þögðu og ég vissi ekki hvar stóðu) • Fullyrðingar um að þetta hafir þú nú alltaf vitað geta verið særandi. Ef þú ert svona klár og vissir þetta allan tímann skaltu bara hafa það fyrir þig. Þessar fullyrðingar gera lítið úr þeim sem kemur út og hefur kannski verið óviss með sjálfan sig. Augljóslega gera þær líka lítið úr makanum sem vissi þetta greinilega ekki eins vel og þú, eða hvað? Fyrst þú og allir aðrir vissu þetta fyrir löngu af hverju sagði þá enginn neitt. Að sjálfsögðu veit ég hvað fólk meinar og mín fyrstu orð þegar maki minn kom út úr skápnum voru reyndar „þetta kemur mér ekki á óvart‟. En hvað? Ég bara þarf ekki að vita hvað þú ert klár og sást þetta fyrir löngu og hvað ég hlýt þá að hafa verið vitlaus, einföld og blind á merkin. Þetta er bara ekki svona svart - hvítt. • Spurningin (til maka þess sem kemur út): „Grunaði þig þetta aldrei? " Þessi spurning má bara vera heima, svarið við henni er miklu flóknara en já eða nei. Ef þetta væri svo einfalt væri viðkomandi líklega annað hvort löngu komin út úr sambandinu eða bara svona afspyrnu vitlaus að sjá ekki öll merkin sem þú sást svona vel. Ekki spyrja manneskju sem þú þekkir lítið að þessu úti í Bónus korteri eftir skilnað. Að öllum líkindum eru þetta flóknar tilfinningar, mögulega einhver „gut-feeling“ sem erfitt er að útskýra, meðvirkni, afneitun, trú á að öll vandamál hljóti að vera þér að kenna eða alls konar annað sem þig langar ekki að útskýra fyrir hverjum sem er, hvað þá úti í matvörubúð. Ekki heldur spyrja hvort kynlífið hafi ekki verið skrítið eða eitthvað í ólagi þar. Lífið er ekki alveg svo svarthvítt og einfalt, svo kannski er þetta of persónuleg spurning til að spyrja manneskju sem þú þekkir ekki þeim mun nánar að á meðan þið verslið mjólk í matinn. ... Ég gæti sagt margt fleiri en læt þetta duga í bili. Ég vona að þetta sé upplýsandi og gefi kannski smá innsýn í reynslu maka þess sem kemur út úr skápnum. Reyndar er einn vinkill sem fáir átta sig kannski á og það er flækjustigið við að reyna að stofna til annars sambands eftir þessa lífsreynslu. Á einhverjum tímapunkti þegar maður byrjar að kynnast einhverjum nýjum kemur þessi lífssaga til umræðu. Oftar en ekki lætur þá viðkomandi sig hverfa eða samskiptin frjósa örlítið eða verða vandræðaleg. Þetta hefur ekki komið oft fyrir enda hef ég lítið reynt að stofna til sambands en mig langar samt að stinga aðeins á þessa fordóma. Lífsreynsla þess sem átti maka sem kom út úr skápnum skilgreinir ekki hver hann er. Ég er svo miklu meira en konan sem átti mann sem kom út úr skápnum. En að lokum segi ég bara gleðilega hinsegin daga. Ég er rík að eiga nána fjölskyldumeðlimi og marga góða vini sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þegar allt kemur til alls er ég þakklát fyrrum maka mínum fyrir að hafa komið út úr skápnum og gleðst í hjarta mínu að sjá hann blómstra og finna sig heima. Við eigum gott foreldrasamstarf og höfum að ég held náð að vinna vel úr okkar málum. Ef ekki væri fyrir þessa reynslu hefði ég ekki þurft að vinna svona óendanlega mikið í sjálfri mér. Púslin í lífi mínu fengu sannarlega gott spark og fóru út um allt en það sem ég hef lært og vonandi þroskast við að koma þeim smátt og smátt saman aftur hefur styrkt mig. Sjálfsvirðing mín og styrkur í dag er ekki sambærilegur við þá brotnu konu sem ég var orðin fyrir skilnað – meðvirk upp fyrir haus, í stöðugu sjálfsniðurrifi og vanlíðan, sjálfstraustið skroppið lengst niður í kjallara og sat þar sem fastast þó fáir sæju það og eins og þið sem þekkið mig vitið nýbúin að lenda svo harkalega á vegg í vinnu að ég var óvinnufær og í algjöru þroti. En það er önnur saga og löng. Í dag er ég miklu styrkari í sjálfri mér þó ég sé ennþá meðvirk og óörugg á köflum eins og við öll. Takk fyrir að vera ennþá að lesa, ég vona að þetta hjálpi mögulega einhverjum. Vonandi fær saga þeirra sem eru við hinn endann á skápnum að heyrast meira. Þannig eykst skilningur og þeir sem lenda í sömu stöðu hafi fleiri sögur til að sjá að þeir eru ekki einir í heiminum. #hinsegindagar2022 Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar