Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 10:58 Samtökin '78 kæra Helga Magnús vararíkissaksóknara vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum um hinsegin hælisleitendur. Vísir Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri samtakanna staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Stjórn Samtakanna '78 hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar, vegna ummæla hans um hinsegin fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd,“ segir í kærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum. Hana má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ummælin lét Helgi falla á Facebook á fimmtudagskvöld í síðustu viku þegar hann deildi viðtali fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 við lögmanninn Helga Þorsteinsson Silva, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun Útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Ummæli Helga á Facebook.Facebook Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Ríkissaksóknari hefur ummæli Helga til skoðunar og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að ummælin kæmu illa við sig. Hinsegin Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri samtakanna staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Stjórn Samtakanna '78 hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar, vegna ummæla hans um hinsegin fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd,“ segir í kærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum. Hana má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ummælin lét Helgi falla á Facebook á fimmtudagskvöld í síðustu viku þegar hann deildi viðtali fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 við lögmanninn Helga Þorsteinsson Silva, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun Útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Ummæli Helga á Facebook.Facebook Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Ríkissaksóknari hefur ummæli Helga til skoðunar og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að ummælin kæmu illa við sig.
Hinsegin Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35
Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49