Skotárásir í Bandaríkjunum

Fréttamynd

Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið

Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða.

Erlent
Fréttamynd

Makaði blóði vinkonu sinnar á sig og þóttist vera dáin

Ellefu ára stúlka sem lifði fjöldamorðið í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas af makaði blóði úr vinkonu sinni á sig og þóttist vera dáin í tæpa klukkustund. Miah Cerrillo, sagði fréttakonu CNN frá upplifun sinni af ódæðinu og því hvernig árásarmaðurinn myrti kennara hennar og vini.

Erlent
Fréttamynd

For­eldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum

Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi.

Erlent
Fréttamynd

Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu

Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug.

Erlent
Fréttamynd

Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga

Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum

Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði.

Erlent
Fréttamynd

Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri

Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum

Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans.

Erlent
Fréttamynd

Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg

„Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk

Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk.

Erlent
Fréttamynd

Hefja rann­sókn eftir að lög­reglu­maður skaut svartan mann til bana

Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur.

Erlent