Fréttir

Fréttamynd

Væntingar neytenda aukast í Bretlandi

Bretar hafa ekki verið bjartsýnni um horfur í efnahagslífinu síðan í nóvember á síðasta ári. Væntingar Bretar voru mældar í nýliðnummánuði og mældist væntingavísitalan 53 stig samanborið við 51 stig í apríl. Svo háar tölur hafa ekki sést síðan í nóvember í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Bakkavarar aldrei lægra í lok dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör Group féll um 4,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Það endaði í einni krónu á hlut en fór tímabundið í 99 aura og hefur aldrei verið lægra. Þetta jafngildir því að markaðsverðmæti félagsins nemi rúmum 2,1 milljarði króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin hreyfing á hlutabréfamarkaði

Engin viðskipti hafa verið á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni það sem af er dags. Þetta er nokkuð í takt við þróun mála upp á síðkastið en hægt og bítandi hefur dregið úr veltunni eftir því sem sól hefur hækkað á lofti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslandbanki stendur í núlli á Icelandair-hlutnum

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group sveif upp um 8,43 prósent í Kauphöllinni í dag dag. Útlit var fyrir að Íslandbanki, sem tók yfir 42 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu í síðustu viku á genginu 4,5 myndi tapa 150 milljónum króna á veðkallinu. Bankinn kemur nú út á núlli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör fellur um 32 prósent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um tæp 32 við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Fram kom á föstudag að fyrirtækið hefði ekki greitt af skuldabéfaflokki upp á 20 milljarð króna, sem var á gjalddaga í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marel Food Systems hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,35 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hefur hækkað um 0,97 prósent. Þetta eru jafnframt einu hreyfingar dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á ekki von á tilslökunum

Fyrrverandi fulltrúi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir ólíklegt að sambandsþjóðirnar slaki á kröfum fyrir upptöku Evrunnar þótt Ísland gangi í sambandið. Þeir vilji ekki veikja gjaldmiðilinn. Hann telur að Ísland geti með aðild að ESB haft áhrif á mótun nýrrar fiskveiðistefnu sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Bílar ofan í brunninn

Gosbrunnurinn á hinu fræga Potsdamer-torgi í Berlín í Þýskalandi virtist soga að sér bíla í gær. Tveir ökumenn misstu stjórn á bifreiðum sínum og enduðu með þær ofan í brunninum.

Erlent
Fréttamynd

Fjarfundur á mæðradeginum

Hópur mæðra í Sísjúan héraði í Kína fékk í dag í fyrsta sinn að sjá börnin sín eftir margra mánaða fjarveru þeirra. Börnin voru öll send í skóla í öðrum landshluta eftir að sólabyggingar þeirra heimafyrir hrundu í gríðarmiklum jarðskálfta fyrir tæpu ári.

Erlent
Fréttamynd

Nærri 200 fallið

Nærri 200 herskáir Talíbanar og al-Kaída liðar hafa fallið í stórsókn pakistanska hersins gegn þeim sem hófst í norðvestur Pakistan á fimmtudagskvöldið.

Erlent
Fréttamynd

Einn með 20 milljarða

Heppnin var með lottóspilara á Spáni sem fékk ríflega 20 milljarða króna í vinning þegar stóri potturinn í Evrópulottóinu kom á einn miða í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Varaði Georgíumenn við

Rússlandsforseti ræður nágrannaríkjum frá því að leggja upp í hernaðarævintýri gegn Rússlandi. Ummælin lét hann falla á viðamikilli hersýningu á Rauða torginu vegna þess að 64 ár eru í dag frá uppgjöf nasista fyrir bandamönnum í Seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

20 milljarðar í Evrópulottóinu

Íbúar í níu Evrópulöndum flykktust í söluturna í dag vegna útdráttar í Evrópulottóinu í kvöld. Potturinn er jafnvirði lítilla 20 milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Toyota tapar milljörðum

Japanski bílarisinn Toyota, stærsti bílaframleiðan heim, tapaði jafnvirði 500 milljarða króna á síðasta fjárhagsári sem er mesta tap á einu ári í sögu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur aðeins einu sinni áður tapað fé en það var árið 1963.

Erlent