Viðskipti innlent

Gengi Bakkavararbréfa rýkur upp um 26 prósent

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkavararbræður.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkavararbræður. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa Bakkavarar rauk upp um rúm 26 prósent í bláupphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er annar viðskiptadagurinn í röð sem gengið tekur risastökk. Það hækkaði um 27 prósent á föstudag.

Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að viðræður stæðu enn yfir um samninga við lánveitendur Bakkavarar vegna skuldabréfs upp á 30 milljarða króna sem er á gjalddaga í þessari viku. Stefnt er á að landa málinu með einum eða öðrum hætti í vikunni.

Á sama tíma og gengi bréfa Bakkavarar hefur rokið upp hefur gengi bréfa Össurar hækkað um 0,71 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 1,23 prósent og stendur hún í 254 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×