Fréttir

Fréttamynd

Þrír lögreglumenn ákærðir vegna skotárásar

Þrír lögreglumenn í New York verða ákærðir fyrir að hafa skotið 50 skotum að þremur óvopnuðum blökkumönnum og drepið einn þeirra aðeins nokkrum klukkutímum áður en hann átti að gifta sig. Skorárásin átti sér stað 25. nóvember á síðasta ári. Gríðarleg reiði braust út á meðal svertingja í New York eftir að atvikið átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Segir stjórnvöld hafa lekið nafni sínu til fjölmiðla

Valerie Plame, fyrrum útsendari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrti í dag að bandarísk stjórnvöld hefðu vísvitandi afhjúpað hana til þess að ná sér niður á eiginmanni hennar en hann hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir stríðsreksturinn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hermönnum í Írak hugsanlega fjölgað

Æðsti yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Petraeus, hefur lagt fram beiðni um að fleiri hermenn verði sendir til Íraks. Dagblaðið Boston Globe fullyrðir þetta á fréttavef sínum í dag og segir háttsetta menn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna heimildarmenn sína.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Írans fær að ávarpa öryggisráðið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag beiðni Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, um að fá að verja kjarnorkuáætlun þjóðar sinnar áður en atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Íran fer fram í ráðinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.

Erlent
Fréttamynd

HR ræður tvo nýja deildarforseta

Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skólans, og munu þeir stýra annars vegar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarframkvæmdastjóri VST.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Svínahrauni

Bílvelta varð í Svínahrauni í kvöld í námunda við Litlu Kaffistofuna. Einn var fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Þá keyrði bíll útaf í námunda við Þorlákshöfn í kvöld en engin slys urðu á fólki. Þó þurfti að flytja bílinn á brott með kranabíl.

Innlent
Fréttamynd

Mikill viðbúnaður í Nígeríu

Stjórnvöld í Nígeríu sögðu í dag að lögreglu- og hermenn í landinu væru í viðbragðsstöðu þar sem varaforseta landsins hefur verið meinað að bjóða sig fram í forsetakosningunum en þær fara fram þann 21. apríl næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar samþykkja lög sem vernda einkaeignarrétt

Kínverska þingið samþykkti í dag lög sem eiga að vernda einkaeignarrétt landsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem að lög eru sett sem að vernda einkaeignarréttinn. Alls eru um 14 ár síðan kínverski kommúnistaflokkurinn fór fyrst að huga að slíkri löggjöf.

Erlent
Fréttamynd

Mugabe hótar að reka erlenda erindreka úr landi

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur hótað því að reka úr landi alla vestræna erindreka en hann sakar þá um að styðja stjórnarandstöðuna í landinu. Hann sagði þá þurfa að „hegða sér almennilega“ ellegar eiga á hættu að vera reknir úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Kenna stjórnarandstöðunni um

Formenn stjórnarflokkanna kenna stjórnarandstöðunni um að draga þurfti auðlindafrumvarpið til baka. Forsætisráðherra segir einu sneypuförina vera för formanns Samfylkingarinnar. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ummælum formannananna.

Innlent
Fréttamynd

Byggðastofnun vantar fjármuni

Byggðastofnun vantar meiri peninga til að geta sinnt hlutverki sínu, segir stjórnarformaður hennar. Opinber þjónusta vegur þungt þegar hagvöxtur landshluta er skoðaður.

Innlent
Fréttamynd

Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi

Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfesti frávísun

Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Dansa sig inn í heimsmetabækurnar

Það var merkileg sjón sem mætti vegfarendum í bænum Tirgoviste í Rúmeníu á dögunum. 2.600 manns að dansa í takt við hressilegt lag. Það var útvarpsstöð í bænum sem efndi til dansins til þess að slá heimsmet í fjölda dansara á einum stað að hrista líkama sína í takt.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að olía bærist í vatnsból

Óttast var að olía bærist í vatnsból Reykvíkinga þegar flutningabíll valt nærri vatnsbólum höfuðborgarinnar í dag. Um 400 lítrar af hrá- og smurolíu láku úr bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Frosið vatn á Mars

Evrópskir vísindamenn hafa fundið heilmikið jökulsvæði á suðurpóli Mars. Ef það bráðnaði er talið að vatn myndi þekja stóran hluta plánetunnar. Það er geimfar á braut um Mars sem hefur tekið myndir af ísbreiðunum. Það eru vísindamenn á vegum Evrópusku geimferðastofnunarinnar sem kynntu niðurstöðurnar og birtu í dag. Rannsóknin var gerð með tækni frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og ítölskum aðilum.

Erlent
Fréttamynd

Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana

Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu hald á 13 milljarða íslenskra króna

Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á 13 milljarða íslenskra króna við leit í höfuðstöðum eiturlyfjahrings í Mexíkóborg. Upphæðin er tvisvar sinnum hærri en lagt var hald á allt árið í fyrra. Þetta er mesta magn peninga sem nokkru sinni hefur verið gert upptækt í Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Loðnukvótinn aukinn um 15 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, ákveðið að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2007 um 15 þúsund lestir eða í 385 þúsund lestir. Þessi viðbót er tilkomin vegna vestangöngu sem Hafrannsóknastofnunin mældi í byrjun þessa mánaðar og mun stofnunin á næstu dögum ljúka loðnurannsóknum á þessari vertíð.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt skipurit RÚV afhjúpað

Samkvæmt nýju skipuriti Ríkisútvarpsins sem birt var í dag verða stöður framkvæmdastjóra sjónvarps og útvarps lagðar niður um næstu mánaðarmót þegar skipuritið tekur gildi. Helst ber að nefna að staða forstöðumanns fréttasviðs, sem Bogi Ágústsson hefur gegnt hingað til, verður lögð niður. Óðinn Jónsson og Elín Hirst verða áfram yfir fréttum Útvarps og Sjónvarps.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir eignast meirihluta í FIM Group

Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjartan mætti ekki

Kjartan Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki til yfirheyrslu í Baugsmálinu í dag. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var spurður út í tölvupóst til Jóns Steinars Gunnlaugssonar þar hann talar um tryggð við ónefndan mann, sem getgátur hafa verið um að sé Davíð Oddsson. Styrmir vildi ekki gefa upp hvaða mann hann hefði verið að tala um.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotsþjófar í Reykjavík

Innbrotsþjófar voru handteknir af lögreglu í Reykjavík í gær. Verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring fundust á heimili þjófanna. Tölvubúnaði var einnig stolið í innbroti í kjallaraíbúð í austurborginni og nokkrir hlutir teknir út bifreið. Öll málin eru til rannsóknar hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir teknir með fíkniefni

Karlmaður um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær í austurborginni með nokkurt magn af ætluðu maríjúana. Sami maður var handtekinn á miðvikudaginn á öðrum stað í borginni, einnig með fíkniefni. Tveir aðrir karlmenn voru færðir á lögreglustöð síðdegis í gær grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá var karlmaður á fimmtusaldri handtekinn í miðborginni, en á honum fundust ætluð fíkniefni.

Innlent
Fréttamynd

Falsanir tölvupósta í brennidepli

Matsmenn sem verjendur í Baugsmálinu fengu til að sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta, voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Snorri Agnarsson og Stefán Hrafnkelsson voru fengnir til að fara yfir póstana sem einhverjir fundust einungis í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers.

Innlent
Fréttamynd

Visir.is mest sótti vefurinn

Samkvæmt niðurstöðum vefmælinga Modernus sækir vefmiðillinn visir.is stöðugt á og mældist í vikunni mest sótti vefur landsins. Þann 14. mars höfðu 365.463 heimsótt visir.is frá mánaðarmótum. Visir.is var því í fyrsta sæti í vefmælingu Modernus, með meiri fjölda heimsókna en nokkur annar vefmiðill á þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði yfir fót konu

Kona á þrítugsaldri varð fyrir því óhappi í gær að bíll keyrði yfir fót hennar þar sem hún var að hlúa að smábarni í bíl. Konan hafði stöðvað bíl sinn nánast á miðri götu í íbúðarhverfi til að sinna barni í aftursætinu. Hún var við hægri afturhurð bifreiðarinnar þegar ökumaður kom aðvífandi og gætti ekki að sér með fyrrgreindum afleiðingum. Konan slapp ótrúlega vel en leitaði sér læknisaðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík tilnefnd sem markaðsskrifstofa Evrópu

Höfuðborgarstofa, Visit Reykjavik, hefur verið tilnefnd til verðlauna um Evrópsku Markaðsskrifstofu ársins. Verðlaunin eru veitt af markaðsskrifstofu evrópskra borga. Auk höfuðborgarstofu eru markaðsskrifstofur Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Liverpool og Valencia tilnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Óeirðir í Ungverjalandi

Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust.

Erlent
Fréttamynd

Lyfseðlafalsanir algengar

Landlæknir segir líta mjög alvarlegum augum á að læknar skrifi upp á lyf fyrir fíkniefnaneytendur. Hins vegar sé mjög algengt að lyfseðlar séu falsaðir. Hátt í fimmtíu tilkynningar um lyfseðlafalsanir berast til Lyfjastofnunar á ári hverju.

Innlent