Innlent

HR ræður tvo nýja deildarforseta

MYND/Vilhelm

Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skólans, og munu þeir stýra annars vegar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarframkvæmdastjóri VST.

Þessar tvær háskóladeildir innan HR bjóða nám í verkfræði, tæknifræði og tölvunarfræði á BSc og meistarastigi, auk iðnfræði og frumgreinanáms. Innan þessara deilda eru starfrækt sex rannsóknarsetur. Deildirnar munu vinna náið saman að samþættingu kennslu og rannsókna og meðal annars starfrækja sameiginleg kennslu,- rannsóknar- og atvinnulífsráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×