Óeirðir í Ungverjalandi 16. mars 2007 12:30 Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. Ungverjar fögnuðu í gærkvöldi skammvinnu sjálfstæði Ungverjalands árið 1848. Mótmæli gegn ríkisstjórinni voru einnig haldin og blönduðust þau við fund öfgasinna og kynþáttahatar. Þar var fasistafánum flaggað og slagorð hrópuð. Meðal ræðumanna var David Irving, breskur sagnfræðingur sem hefur afneitað helför gyðinga. Hátíðar- og fundarhöld í borginni fóru friðsamlega fram þar til uppúr sauð þegar leiðtogi þjóðernissinna, Gyorgy Budahazy, var handtekinn. Hann var einn höfuðpauranna að baki uppþotum í fyrra og hafi farið hultu höfði síðan þá. Lögregla þurfti að nota táragas og vatnsdælur til að halda aftur af um þúsund snoðhausum og öfgamönnum sem létu grjóti rigna yfir lögreglu. Fimm til átta hundruð manna hópur úr röðum æsingamanna reyndi að brjóta sér leið í gegnum girðingar lögreglu og að Budahazy. Aðrir mótmælendur létu sér örlög Budahazys í léttu rúmi liggja og kröfuðst frekar afsagnar Ferencs Gyurcsanys, forsætisráðherra. Mótmælendur úr þeirra hópi höfðu fjölmennt á samkomu þar sem ráðamenn voru viðstaddir. Þar létu þeir í sér heyra og héldu því áfram fram eftir kvöldi. Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórn Ungverjalands hækkað skatta og þjónustugjöld. Dýrara er fyrir námsmenn að fara í háskóla og fjárframlög til ýmissa atvinnugreina hafa verið lækkuð. Gyurcsany hefur verið í vandræðum síðan í september síðastliðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa logið um efnahag landsins til að tryggja það að stjórn hans héldi velli í þingkosningum í apríl í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. Ungverjar fögnuðu í gærkvöldi skammvinnu sjálfstæði Ungverjalands árið 1848. Mótmæli gegn ríkisstjórinni voru einnig haldin og blönduðust þau við fund öfgasinna og kynþáttahatar. Þar var fasistafánum flaggað og slagorð hrópuð. Meðal ræðumanna var David Irving, breskur sagnfræðingur sem hefur afneitað helför gyðinga. Hátíðar- og fundarhöld í borginni fóru friðsamlega fram þar til uppúr sauð þegar leiðtogi þjóðernissinna, Gyorgy Budahazy, var handtekinn. Hann var einn höfuðpauranna að baki uppþotum í fyrra og hafi farið hultu höfði síðan þá. Lögregla þurfti að nota táragas og vatnsdælur til að halda aftur af um þúsund snoðhausum og öfgamönnum sem létu grjóti rigna yfir lögreglu. Fimm til átta hundruð manna hópur úr röðum æsingamanna reyndi að brjóta sér leið í gegnum girðingar lögreglu og að Budahazy. Aðrir mótmælendur létu sér örlög Budahazys í léttu rúmi liggja og kröfuðst frekar afsagnar Ferencs Gyurcsanys, forsætisráðherra. Mótmælendur úr þeirra hópi höfðu fjölmennt á samkomu þar sem ráðamenn voru viðstaddir. Þar létu þeir í sér heyra og héldu því áfram fram eftir kvöldi. Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórn Ungverjalands hækkað skatta og þjónustugjöld. Dýrara er fyrir námsmenn að fara í háskóla og fjárframlög til ýmissa atvinnugreina hafa verið lækkuð. Gyurcsany hefur verið í vandræðum síðan í september síðastliðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa logið um efnahag landsins til að tryggja það að stjórn hans héldi velli í þingkosningum í apríl í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent