Fréttir

Fréttamynd

Minna um ölvunarakstur um helgina

Þrettán ökumenn voru teknir ölvaðir við akstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að sögn lögreglu er það í minna lagi. Mjög öflugt eftirlit var í gangi og stöðvaði lögregla nokkur hundruð ökumenn víðsvegar um umdæmið. Átta hinna ölvuðu voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og Kópavogi og einn á Kjalarnesi. Ein kona var í hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Mjólkuriðnaður falli undir samkeppnislög

Samtök verslunar og þjónustu fagna ummælum forstjóra Mjólkursamsölunnar um að mjólkuriðnaður falli undir samkeppnislög. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri MS sagði á aðalfundi Auðhumlu að eðlilegt væri að fyrirtækið beitti sér fyrir niðurfellingu á opinberri verðlagningu mjólkur. Þetta segir í frétt frá samtökunum. Í búvörulögum er ákvæði sem undanskilur mjólkuriðnað frá samkeppnislögum á ýmsan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Samsæriskenningar falla um sjálfar sig

Málflutningur hófst í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari gerði að umtalsefni umfjöllun fjölmiðla um aðkomu ráðamanna í upphafi málsins og að lögregla hefði gengið erinda þeirra. Hann sagði ekki nýtt að menn byggju til samsæriskenningar í tengslum við vörn sína. Í því samhengi benti hann á Hafskipsmálið og mál Árna Johnsen.

Innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð komið yfir 63 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu er komið í rúma 63 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað mikið síðan Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Þá á aukin spenna vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Íran hlut að máli en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var því fylgjandi á laugardag að herða aðgerðir gegn Írönum. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjartsýni hjá forráðamönnum fyrirtækja

Mikill meirihluti forráðamanna fyrirtækjanna, 80 prósent, telur aðstæður í efnahagslífinu fara batnandi. Hlutfall þeirra sem telja aðstæður í efnahagslífinu betri hefur hækkað á síðustu mánuðum og er enn mjög hátt. Fyrirtæki í samgöngum, flutningum og þjónustu, bygginga starfsemi og veitum og í sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnust á ástandið í efnahagslífinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Munnlegur málflutningur hófst í morgun

Munnlegur málflutningur hófst í Baugsmálinu klukkan níu í morgun. Vegna umfangs málsins er ekki gert ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp innan þriggja vikna, eins og venjan er, heldur dragist það eitthvað fram í maímánuð.

Innlent
Fréttamynd

Berlínarályktun undirrituð

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í dag ályktun um að endurbætur verði gerðar á stofnanakerfi ESB innan tveggja ára. Hálf öld er í dag frá undirritun Rómarsáttmálans og var þeim tímamótum fagnað í Berlín.

Erlent
Fréttamynd

Haldi lífi í dreifðari byggðum

Innflytjendur og farandverkafólk hafa, í mörgum tilfellum, hleypt miklu lífi í dreifðari byggðir Bretlands og Skotlands við að setjast þar að. Þetta segir breskur sérfræðingur í málefnum innflytjenda í dreifbýli. Hún geldur þó varhug við að stuðla að flutningi á svæði þar sem miklir erfiðleikar steðji að innfæddum.

Erlent
Fréttamynd

Óhræddir á Ísafirði

Eigendur Netheima á Ísafirði eru hvergi bangnir þrátt fyrir umræðu um að allt sé á hverfandi hveli fyrir vestan um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Hataði hann og myrti

Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur nú til meðferðar mál gegn morðingjum Gísla Þorkelssonar, sem myrtur var á hrottafenginn hátt þar í landi sumarið 2005. Aðalsakborningurinn hefur játað að hafa skotið hann en gengst ekki við því að morðið hafi verið framið að yfirlögðu ráði.

Erlent
Fréttamynd

Má borga skatt af vændi

Fólki verður ekki bannað að greiða skatt af vændi, segir ríkisskattstjóri. Íslenskur karlmaður hyggst greiða virðisaukaskatt af blíðu sem hann kveðst hafa selt fiskverkunarkonu. Lögspekingar telja langsótt að kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegasta kona Þýskalands gengur laus

Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk.

Erlent
Fréttamynd

Biðu 15 tíma eftir TF-LÍF

Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar.

Innlent
Fréttamynd

Evrópusamstarf 50 ára

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 komu saman til stórveislu í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi í tilefni af því að í dag er hálf öld liðin frá undirritun Rómarsáttmálans og stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins. Hátíðarhöld verða í borginni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hættulegasta kona Þýskalands látin laus

Brigitte Mohnhaupt, sem á árum áður var sögð hættulegasta kona Þýskalands, var látin laus úr fangelsi í morgun. Hún hefur mátt dúsa í fangaklefa í tæpan aldarfjórðun vegna aðildar hennar að morðum og hryðjuverkum Rauðu herdeildanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

SÞ: Ályktun um refsiaðgerðir samþykkt

Íranar hafa fordæmt þá ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að herða refsiaðgerðir gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Ráðið greiddi atkvæði um ályktun þess efnis í gærkvöldi og var hún samþykkt einróma. Samkvæmt ályktuninni er Írönum bannað að flytja út vopn auk þess sem eignir þeirra sem hafa átt þá í kjarnorkuáætluninni verða frystar.

Erlent
Fréttamynd

Harður jarðskjálfti undan strönd Japans

Að minnsta kosti einn týndi lífi og 160 slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem varð undan vesturströnd Honshu-eyju í Japan í nótt. Upptök hans voru um 300 kílómetra norð vestur af Tokyo. Skjálftinn mældist 7,1 á richter.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð ekki hærra á árinu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp eftir að Íranar tóku 15 breska sjóliða höndum á Persaflóa á föstudag. Verðið rauk upp í 62,65 bandaríkjadali á tunnu skömmu síðar en slík verðlagning á svartagullinu hefur ekki sést á mörkuðum á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Breyttu þjóðsöng Íslendinga

Mörgum brá í brún þegar þeir horfðu á 300. þátt Spaugstofunnar í kvöld. Í lokaatriði þáttarins sungu Spaugstofumenn þjóðsöng Íslendinga með eigin texta. Í þættinum í kvöld hófst þjóðsöngurinn á þessum orðum: ,, Ó, stuð vors lands ". Textinn, sem er eftir Karl Ágúst Úlfsson, leikara er ádeila á virkjanastefnu Íslendinga

Innlent
Fréttamynd

Vilja láta grafa Houdini upp

Afkomendur töframannsins Harrys Houdinis vilja að lík hans verði grafið upp svo hægt verði að kryfja það með nútímatækni. Þeir eru sannfærðir um að hópur spíritista hafi eitrað fyrir töframanninum.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisráðið samþykkti refsiaðgerðir einróma

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nú í kvöld nýja ályktun um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Hún felur í sér bann við vopnaútflutningi frá Íran og að eignir þeirra sem koma að kjarnorku- og eldflaugaáætlun Írana verða frystar. Ahmadínadjad, Íransforseti, var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna í kvöld, líkt og hann óskaði eftir. Íranar segja það vegna þess að Bandaríkjamenn hafi tafið afgreiðslu á vegabréfsáritun fyrir hann. Bandarísk stjórnvöld hafa neitað því.

Erlent
Fréttamynd

Hunda- og kattamatur innkallaður í Bandaríkjunum

Rottueitur hefur greinst í katta- og hundamat frá framleiðslufyrirtækinu Menu Foods í Bandaríkjunum. 15 kettir og 2 hundar hafa drepist eftir að hafa étið mat frá fyrirtækinu og óttast er að fleiri dýr hljóti sömu örlög. 60 milljón dósir og pokar með hunda- og kattamat frá fyrirtækinu hafa verið innkölluð.

Erlent
Fréttamynd

Hólaskóli verður háskóli

Hólaskóli verður að háskóla frá og með 1. júlí. Af því tilefni var boðað til hátíðar á Hólum í gær og stærsta hesthús landsins tekið í notkun. Það var landbúnaðarráðherra sem boðaði til hátíðarinnar en nýlega voru sett lög um Hólaskóla, Háskólann á Hólum. Lögin marka tímamót í sögu skólans og gefa honum tækifæri til þróunar á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla gerir upptæk mikið magn fíkniefna

Þrír karlmenn voru handteknir í gærkvöldi eftir að mikið magn fíkniefna fannst í húsnæði í vesturbæ Reykjavíkur. Mennirnir voru handteknir á staðnum þar sem þeir voru í óða önn að pakka efnunum á smærri umbúðir. Við leit fann fíkniefnalögreglan 250 grömm af hassi, 60 grömm af maríjúana, 20 E-töflur og 20 grömm af kókaíni. Þá voru mennirnir með nokkuð af fjármunum á sér. Yfirheyrslur yfir mönnum stóðu fram eftir degi í dag en þeir er nú lokið og telst málið upplýst. Þá var ein kona yfirheyrð í tengslum við málið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fíkniefnadeild LRH hafi komið að 107 málum frá áramótum. Það er umtalsverð fjölgun sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Kúbumenn og Svíar í hár saman

Stirt er á milli Svía og Kúbumanna eftir að sænski utanríkisráðherrann sagði mannréttindabrot viðgangast á Kúbu. Svíar saka þá einnig um að hnýsast í póst sænska sendiráðsins í Havana. Kúbumenn segjast á móti ekki hegða sér eins og víkingar forðum daga.

Erlent
Fréttamynd

Sjóliðarnir sagðir hafa játað

Íranar segja breska sjóliða, sem teknir voru höndum á Persaflóa í gær, hafa viðurkennt að hafa siglt ólöglega inn í íranska landhelgi þar sem þeir voru teknir. Bretar segja þetta þvætting. Þeir hafi verið við eftirlit á írösku hafsvæði. Þess er krafist að mennirnir verði þegar látnir lausir.

Erlent
Fréttamynd

Svona sprengja menn dekk á felgu

Félagar í 4x4 klúbbnum á Austurlandi og björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði keyrðu stóra hálendis hringinn í síðustu viku á stórum og vel útbúnum jeppum. Eins og jeppamenn og fleiri þekkja þá eru góð ráð dýr þegar dekk fer af felgu. Það gerist hins vegar stundum þegar hleypt er úr dekkjunum. Það gerðist einmitt í ferð jeppamannanna í vikunni en eins og ferðalanganna var von og vísa þá kunnu þeir ráð við því. Á myndbandi sem gengið hefur um netið að undanförnu má sjá hvernig þeir sprengja dekkið aftur upp á felguna.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt vinnuslys á Grundartanga

Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð í einum kerskála álversins. Stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var á gangi í skálanum. Að sögn lögreglu var aðkoman nokkuð ljót og þykir líklegt að maðurinn hafi misst neðan af fæti. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann er nú til skoðunar.

Innlent