Innlent

Óhræddir á Ísafirði

Þrjú tölvufyrirtæki sameinuðust í eitt nýlega á Ísafirði.
Þrjú tölvufyrirtæki sameinuðust í eitt nýlega á Ísafirði. MYND/Gunnar

Eigendur Netheima á Ísafirði eru hvergi bangnir þrátt fyrir umræðu um að allt sé á hverfandi hveli fyrir vestan um þessar mundir.

Það er ekki allt á niðurleið á Ísafirði þótt menn hafi þar áhyggjur af atvinnuástandi. Netheimar á Ísafirði sameinuðust nýlega bolvísku fyrirtækjunum Roland ehf. og Særafi ehf. Við sameininguna urðu Netheimar með stærri tölvufyrirtækjum á Vestfjörðum með sex starfsmenn og góða verkefnastöðu. Fyrirtækið ætlar að sinna norðanverðum vestfjörðum og er auk þess með starfsstöð í Bolungarvík. Þá eru Netheimar með samning við Símann og sinna fyrir þá verktöku.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×