Fréttir Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Innlent 14.6.2007 19:18 Þjóðstjórn leyst upp Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ætlar að leysa upp þriggja mánaða þjóðstjórn Palestínumanna og lýsa yfir neyðarástandi á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Blóðugir bardagar hafa geisað á Gaza síðustu daga og allt stefnir í að Hamas-samtökin nái þar yfirráðum. Erlent 14.6.2007 18:54 Vísitala neysluverðs ekki lægri í rúmt ár Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent innan EES-ríkjanna á milli mánaða í maí. Hækkunin hér á landi nemur á sama tíma 1,0 prósenti. Tólf mánaða breyting vísitölunnar mælist 2,1 prósent í EES-ríkjunum en 4,0 prósent hér á landi. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra. Viðskipti innlent 14.6.2007 17:09 JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan. Bankinn hefur gert leigusamning til næstu 92 ára. Viðskipti erlent 14.6.2007 16:49 Iceland Foods fær rúmlega 43 milljarða lán Breska lágvörukeðjan Iceland Foods hefur tekið 370 milljóna punda endurfjármögnunarlán í samstarfi við Landsbanka Íslands og Deutsche Bank. Þetta jafngildir 43,6 milljörðum íslenskra króna. Lánið verður meðal annars notað til að standa undir arðgreiðslum til hluthafa matvörukeðjunnar. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:49 PFS fylgist með verðlagsþróun reikigjalda Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu (ERG), sem Póst- og fjarskiptastofnun er aðili að, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrra reglna um alþjóðleg reikisímtöl í farsíma landa á milli sem senn verða innleiddar innan Evrópusambandsins. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:08 706 sjóliðar í Reykjavík um helgina 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Innlent 14.6.2007 12:14 Hráolíuverð hækkaði á fjármálamörkuðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Þetta er önnur hækkunin á tveimur viðskiptadögum en verðið hækkað um einn bandaríkjadal á tunnu í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni nú er sú að lítil breyting varð á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna. Viðskipti erlent 14.6.2007 11:21 Century Aluminum skráð í Kauphöllina Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, var skráð á First North Iceland-hlutabréfalistann í Kauphöll Íslands klukkan 10 í morgun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, héldu stutta tölu og lýstu yfir ánægju með samstarfið. Að því loknu opnaði Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, fyrir viðskipti dagsins. Viðskipti innlent 14.6.2007 10:38 1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9 prósent í maí, sem er óbreytt frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga helst óbreytt og í takt við væntingar greinenda. Viðskipti erlent 14.6.2007 10:18 Spá mikilli aukningu í sölu farþegaþota Bandarísku flugvélasmiðjur Boeing spá því að sala á farþegaþotum eigi eftir að margfaldast á næstu 20 árum frá fyrri spá. Þeir gera hins vegar ráð fyrir minni eftirspurn eftir risaþotum, sem eru fyrir fleiri en 400 farþega. Gangi spáin eftir eru það ekki góðar fréttir fyrir Airbus en risaþota flugfélagsins tekur um 555 farþega og er á tveimur hæðum. Viðskipti erlent 14.6.2007 09:34 Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. Innlent 13.6.2007 19:28 Öðrum hluta útboðsins lokið Lokað hefur verið fyrir skráningar í hlutafjárútboði í Föroya Banka, þar sem hver og einn fjárfestir gat skráð sig fyrir tveimur milljónum danskra króna eða minna, vegna mikillar eftirspurnar fjárfesta. Viðskipti innlent 13.6.2007 15:50 Líkur á betra boði frá Barclays í ABN Amro Breski bankinn Barclays er sagður ætla að leggja inn nýtt og bætt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Til stóð að greiða fyrir yfirtökuna með hlutabréfum í Barclays en nú lítur út fyrir að hluti kaupverðsins verði greiddur með reiðufé. Viðskipti erlent 13.6.2007 14:43 Smásala jókst umfram væntingar Velta í smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bandaríkjunum á milli mánaða í maí, samkvæmt tölum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna, sem birtar voru í dag. Vöxturinn hefur ekki verið jafn mikil síðan í janúar í fyrra. Viðskipti erlent 13.6.2007 14:17 SAS selur í flugfélögum Skandinavíska flugfélagið SAS greindi frá því í dag að það ætli að selja eignahluti sína í þremur flugfélögum í hagræðingarskyni. Hlutirnir eru í Spanair, bmi og Air Greenland. Jafnframt kynnti félagið aðrar hagræðingartillögur sem eiga að spara flugfélaginu 2,8 milljónir sænskra króna, jafnvirði rúmra 25 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 13.6.2007 12:20 Afkoma Zöru umfram væntingar Spænska félagið Inditex, móðurfélag fatakeðjunnar Zara skilaði hagnaði upp á rúmar 200 milljónir evra, jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarfjórðungi, sem náði frá febrúar til apríl. Þetta er meiri hagnaður en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir. Viðskipti erlent 13.6.2007 12:02 Eimskip gerir formlegt yfirtökutilboð í Versacold Hf. Eimskipafélag Íslands sendi í dag út formlegt yfirtökutilboð til allra hluthafa í kæli- og frystigeymslufélaginu Versacold Income Fund. Eins og áður hefur verið tilkynnt hyggst félagið bjóða í allt útistandandi hlutafé Versacold fyrir 12,25 Kanadadollara á hlut í reiðufé. Viðskipti innlent 13.6.2007 09:56 Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum Lækkanir voru á helstu hlutabréfamörkuðum í dag eftir að ávöxtunarkrafa bandarískra skuldabréfa til 10 ára hækkaði um 5,27 prósent í gær. Það merkir að verðmæti skuldabréfa lækkar og hefur það ekki verið með lægra móti í fimm ár. Fjárfestar ytra eru sagðir uggandi vegna hækkandi lánskostnaðar. Viðskipti erlent 13.6.2007 09:38 Fimm ára samfelldu vaxtarskeiði lokið Landsframleiðsla var nánast óbreytt á fyrsta fjórðungi þess árs miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 1,2 prósent á milli ára og sé þar með lokið samfelldu vaxtarskeiði einkaneyslunnar sem staðið hefur frá því á fjórða ársfjórðungi árið 2002. Viðskipti innlent 13.6.2007 09:12 Fagfjárfestar sitja að hlutafjárútboði í Føroya Banka Fagfjárfestum og öðrum stórum fjárfestum býðst að kaupa um 80 prósent þess hlutafjár sem færeyska landsstjórnin ætlar að selja í hlutafjárútboði Føroya Banka sem hófst í þremur löndum á mánudaginn. Almenningur og aðrir smærri fjárfestar fá því um fimmtungsskerf í sinn hlut en íslenskum fjárfestum stendur til boða að kaupa hlutabréf í útboðinu í gegnum Landsbankann. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Kaupa franskt plastfyrirtæki Polimoon, dótturfélag Promens hf., hefur yfirtekið fyrirtækið Dekoplast í Frakklandi. Dekoplast, sem framleiðir umbúðir fyrir snyrtivöru- og lyfjaframleiðendur, er með árlega sölu yfir sautján milljónum evra. Kaupverð félagsins er ekki gefið upp. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Til bjargar reykingafólki Breski bjórframleiðandinn Fuller, Smith & Turner, sem rekur um 200 bari og sex hótel í Bretlandi, ætlar að verja sem nemur hálfum milljarði íslenskra króna til að bæta aðstöðu fyrir reykingafólk fyrir utan krár sínar og knæpur. Reykingabann tekur gildi 1. júlí næstkomandi í Bretlandi og verður þá öllum reykingamönnum úthýst af börum landsins. Viðskipti erlent 12.6.2007 16:03 Ólík sýn á hagvöxt Verðbólga lækkaði í takt við spár greiningardeilda bankanna. Þær segja spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veglega. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Aukning frá áramótum er um 245 þúsund Hreinar eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að vaxa samkvæmt nýjasta yfirliti frá Seðlabankanum og hafa aldrei verið meiri. Þær stóðu í 1.572 milljörðum króna í lok apríl og höfðu aukist um 35,3 milljarða eða 2,3 prósent í mánuðinum. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Fleiri samningar í pípum FME Stóraukin starfsemi íslenskra banka á erlendri grundu hefur orðið til þess að breyta störfum starfsfólks Fjármálaeftirlitsins töluvert. Starfssvið eftirlitsins víkkar út í samræmi við útrás þeirra. FME ber eftirlitsábyrgð á starfsemi útibúa íslensku bankanna að langstærstu leyti á erlendri grundu. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 SPRON veitir styrki SPRON hefur afhent styrki til einstaklinga fyrir 1,8 milljón króna. Sjö hlutu námsstyrki fyrir samtals 1,2 milljónir króna en auk þess voru veittir aðrir styrkir samtals að upphæð 625 þúsund krónur, vegna brúðkaupa, stórafmæla, fæðinga og ferðalaga. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Fimm sjóðir í eina sæng Sjóðsfélagar í fimm lífeyrissjóðum sem eru í vörslu Landsbankans samþykktu að sameina sjóðina í einn. Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf., Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Líkur á nýju tilboði í vikunni Líklegt er að hluthöfum í Actavis muni berast nýtt yfirtökutilboð frá Novator fyrir vikulok. Formlegt tilboð Novators tók gildi 5. júní og stendur opið til 3. júlí. Í skilmálum þess kemur fram að ef breyta eigi tilboðinu innan tilboðsfrestsins verði að gera það á fyrstu tveimur vikum hans. Ella bætist tvær vikur við heildarfrestinn. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Lítið vitað um íslenska markaðinn Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn,“ segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið.“ Viðskipti innlent 12.6.2007 16:05 « ‹ 159 160 161 162 163 164 165 166 167 … 334 ›
Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Innlent 14.6.2007 19:18
Þjóðstjórn leyst upp Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ætlar að leysa upp þriggja mánaða þjóðstjórn Palestínumanna og lýsa yfir neyðarástandi á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Blóðugir bardagar hafa geisað á Gaza síðustu daga og allt stefnir í að Hamas-samtökin nái þar yfirráðum. Erlent 14.6.2007 18:54
Vísitala neysluverðs ekki lægri í rúmt ár Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent innan EES-ríkjanna á milli mánaða í maí. Hækkunin hér á landi nemur á sama tíma 1,0 prósenti. Tólf mánaða breyting vísitölunnar mælist 2,1 prósent í EES-ríkjunum en 4,0 prósent hér á landi. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra. Viðskipti innlent 14.6.2007 17:09
JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan. Bankinn hefur gert leigusamning til næstu 92 ára. Viðskipti erlent 14.6.2007 16:49
Iceland Foods fær rúmlega 43 milljarða lán Breska lágvörukeðjan Iceland Foods hefur tekið 370 milljóna punda endurfjármögnunarlán í samstarfi við Landsbanka Íslands og Deutsche Bank. Þetta jafngildir 43,6 milljörðum íslenskra króna. Lánið verður meðal annars notað til að standa undir arðgreiðslum til hluthafa matvörukeðjunnar. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:49
PFS fylgist með verðlagsþróun reikigjalda Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu (ERG), sem Póst- og fjarskiptastofnun er aðili að, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrra reglna um alþjóðleg reikisímtöl í farsíma landa á milli sem senn verða innleiddar innan Evrópusambandsins. Viðskipti innlent 14.6.2007 13:08
706 sjóliðar í Reykjavík um helgina 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Innlent 14.6.2007 12:14
Hráolíuverð hækkaði á fjármálamörkuðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Þetta er önnur hækkunin á tveimur viðskiptadögum en verðið hækkað um einn bandaríkjadal á tunnu í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni nú er sú að lítil breyting varð á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna. Viðskipti erlent 14.6.2007 11:21
Century Aluminum skráð í Kauphöllina Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, var skráð á First North Iceland-hlutabréfalistann í Kauphöll Íslands klukkan 10 í morgun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, héldu stutta tölu og lýstu yfir ánægju með samstarfið. Að því loknu opnaði Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, fyrir viðskipti dagsins. Viðskipti innlent 14.6.2007 10:38
1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9 prósent í maí, sem er óbreytt frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga helst óbreytt og í takt við væntingar greinenda. Viðskipti erlent 14.6.2007 10:18
Spá mikilli aukningu í sölu farþegaþota Bandarísku flugvélasmiðjur Boeing spá því að sala á farþegaþotum eigi eftir að margfaldast á næstu 20 árum frá fyrri spá. Þeir gera hins vegar ráð fyrir minni eftirspurn eftir risaþotum, sem eru fyrir fleiri en 400 farþega. Gangi spáin eftir eru það ekki góðar fréttir fyrir Airbus en risaþota flugfélagsins tekur um 555 farþega og er á tveimur hæðum. Viðskipti erlent 14.6.2007 09:34
Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. Innlent 13.6.2007 19:28
Öðrum hluta útboðsins lokið Lokað hefur verið fyrir skráningar í hlutafjárútboði í Föroya Banka, þar sem hver og einn fjárfestir gat skráð sig fyrir tveimur milljónum danskra króna eða minna, vegna mikillar eftirspurnar fjárfesta. Viðskipti innlent 13.6.2007 15:50
Líkur á betra boði frá Barclays í ABN Amro Breski bankinn Barclays er sagður ætla að leggja inn nýtt og bætt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Til stóð að greiða fyrir yfirtökuna með hlutabréfum í Barclays en nú lítur út fyrir að hluti kaupverðsins verði greiddur með reiðufé. Viðskipti erlent 13.6.2007 14:43
Smásala jókst umfram væntingar Velta í smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bandaríkjunum á milli mánaða í maí, samkvæmt tölum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna, sem birtar voru í dag. Vöxturinn hefur ekki verið jafn mikil síðan í janúar í fyrra. Viðskipti erlent 13.6.2007 14:17
SAS selur í flugfélögum Skandinavíska flugfélagið SAS greindi frá því í dag að það ætli að selja eignahluti sína í þremur flugfélögum í hagræðingarskyni. Hlutirnir eru í Spanair, bmi og Air Greenland. Jafnframt kynnti félagið aðrar hagræðingartillögur sem eiga að spara flugfélaginu 2,8 milljónir sænskra króna, jafnvirði rúmra 25 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 13.6.2007 12:20
Afkoma Zöru umfram væntingar Spænska félagið Inditex, móðurfélag fatakeðjunnar Zara skilaði hagnaði upp á rúmar 200 milljónir evra, jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarfjórðungi, sem náði frá febrúar til apríl. Þetta er meiri hagnaður en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir. Viðskipti erlent 13.6.2007 12:02
Eimskip gerir formlegt yfirtökutilboð í Versacold Hf. Eimskipafélag Íslands sendi í dag út formlegt yfirtökutilboð til allra hluthafa í kæli- og frystigeymslufélaginu Versacold Income Fund. Eins og áður hefur verið tilkynnt hyggst félagið bjóða í allt útistandandi hlutafé Versacold fyrir 12,25 Kanadadollara á hlut í reiðufé. Viðskipti innlent 13.6.2007 09:56
Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum Lækkanir voru á helstu hlutabréfamörkuðum í dag eftir að ávöxtunarkrafa bandarískra skuldabréfa til 10 ára hækkaði um 5,27 prósent í gær. Það merkir að verðmæti skuldabréfa lækkar og hefur það ekki verið með lægra móti í fimm ár. Fjárfestar ytra eru sagðir uggandi vegna hækkandi lánskostnaðar. Viðskipti erlent 13.6.2007 09:38
Fimm ára samfelldu vaxtarskeiði lokið Landsframleiðsla var nánast óbreytt á fyrsta fjórðungi þess árs miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að einkaneysla hafi dregist saman um 1,2 prósent á milli ára og sé þar með lokið samfelldu vaxtarskeiði einkaneyslunnar sem staðið hefur frá því á fjórða ársfjórðungi árið 2002. Viðskipti innlent 13.6.2007 09:12
Fagfjárfestar sitja að hlutafjárútboði í Føroya Banka Fagfjárfestum og öðrum stórum fjárfestum býðst að kaupa um 80 prósent þess hlutafjár sem færeyska landsstjórnin ætlar að selja í hlutafjárútboði Føroya Banka sem hófst í þremur löndum á mánudaginn. Almenningur og aðrir smærri fjárfestar fá því um fimmtungsskerf í sinn hlut en íslenskum fjárfestum stendur til boða að kaupa hlutabréf í útboðinu í gegnum Landsbankann. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Kaupa franskt plastfyrirtæki Polimoon, dótturfélag Promens hf., hefur yfirtekið fyrirtækið Dekoplast í Frakklandi. Dekoplast, sem framleiðir umbúðir fyrir snyrtivöru- og lyfjaframleiðendur, er með árlega sölu yfir sautján milljónum evra. Kaupverð félagsins er ekki gefið upp. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Til bjargar reykingafólki Breski bjórframleiðandinn Fuller, Smith & Turner, sem rekur um 200 bari og sex hótel í Bretlandi, ætlar að verja sem nemur hálfum milljarði íslenskra króna til að bæta aðstöðu fyrir reykingafólk fyrir utan krár sínar og knæpur. Reykingabann tekur gildi 1. júlí næstkomandi í Bretlandi og verður þá öllum reykingamönnum úthýst af börum landsins. Viðskipti erlent 12.6.2007 16:03
Ólík sýn á hagvöxt Verðbólga lækkaði í takt við spár greiningardeilda bankanna. Þær segja spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veglega. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Aukning frá áramótum er um 245 þúsund Hreinar eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að vaxa samkvæmt nýjasta yfirliti frá Seðlabankanum og hafa aldrei verið meiri. Þær stóðu í 1.572 milljörðum króna í lok apríl og höfðu aukist um 35,3 milljarða eða 2,3 prósent í mánuðinum. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Fleiri samningar í pípum FME Stóraukin starfsemi íslenskra banka á erlendri grundu hefur orðið til þess að breyta störfum starfsfólks Fjármálaeftirlitsins töluvert. Starfssvið eftirlitsins víkkar út í samræmi við útrás þeirra. FME ber eftirlitsábyrgð á starfsemi útibúa íslensku bankanna að langstærstu leyti á erlendri grundu. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
SPRON veitir styrki SPRON hefur afhent styrki til einstaklinga fyrir 1,8 milljón króna. Sjö hlutu námsstyrki fyrir samtals 1,2 milljónir króna en auk þess voru veittir aðrir styrkir samtals að upphæð 625 þúsund krónur, vegna brúðkaupa, stórafmæla, fæðinga og ferðalaga. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Fimm sjóðir í eina sæng Sjóðsfélagar í fimm lífeyrissjóðum sem eru í vörslu Landsbankans samþykktu að sameina sjóðina í einn. Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf., Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Líkur á nýju tilboði í vikunni Líklegt er að hluthöfum í Actavis muni berast nýtt yfirtökutilboð frá Novator fyrir vikulok. Formlegt tilboð Novators tók gildi 5. júní og stendur opið til 3. júlí. Í skilmálum þess kemur fram að ef breyta eigi tilboðinu innan tilboðsfrestsins verði að gera það á fyrstu tveimur vikum hans. Ella bætist tvær vikur við heildarfrestinn. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Lítið vitað um íslenska markaðinn Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn,“ segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið.“ Viðskipti innlent 12.6.2007 16:05