Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 19:18 Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira