Fréttir

Fréttamynd

Andláts Elvis minnst

Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns.

Erlent
Fréttamynd

Taugatitringur á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa hrunið frá því þeir voru opnaðir í morgun. Áframhaldandi óvissu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði er þar um að kenna. Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði og veiktist um 2% í morgun. Úrvalsvísitalan lækkaði þá um rúm 4%.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að 330 hafi týnt lífi

Óttast að rúmlega 300 manns hafi týnt lífi í tveimur öflugum jarðskjálftum sem skóku Perú í nótt. Björgunarmenn reyna nú hvað þeir geta til að leita eftirlifenda í rústum húsa.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkar á markaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkkaði um allt að rúman einn og hálfan bandaríkjadal samhliða falli á helstu fjármálamörkuðum. Inn í lækkunina spilar betri veðurspá við Mexíkóflóa en reiknað er með að hitabeltisstormar sem ógnuðu olíuvinnslustöðvum við flóann muni verða lengra frá landi en búist var við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan féll um 4,22 prósent strax við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stóð vísitalan í 7.542 stigum. Exista leiddi lækkunina en gengi bréfa í félaginu fór niður um 8,16 prósent. Gengi bréfa í FL Group féll um 6,28 prósent og Straums-Burðaráss um 5,16 prósent. Þetta er svipuð niðursveifla og á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum og víðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Matsfyrirtækin brugðust seint við

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætlar að skoða hvers vegna lánshæfismatsfyrirtæki brugðust seint við samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði, að sögn vefútgáfu breska blaðsins Times. Blaðið hefur eftir ráðamönnum í Brussel að matsfyrirtækin hefðu átt að bregðast fyrr við og vara við kaupum á bandarískum fasteignalánasöfnum í ljósi samdráttarins sem hefur falli á hlutabréfamörkuðum víða um heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

A380 flýgur með farþega í októberlok

Fyrsta A380 risaþotan frá Airbus fer í loftið með almenna farþega 25. október næstkomandi, að sögn forsvarsmanna asíska flugfélagsins Singapore Airlines, en það er fyrsta flugfélagið til að fá þessar nýjustu risaþotur afhentar. Flogið verður til Sidney í Ástralíu. Fyrstu miðarnir í flugið verða boðnir upp á uppboðsvefnum ebay.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grafa með skóflum og berum höndum

Björgunarmenn og almennir borgarar grafa nú með skóflum og berum höndum í rústum húsa í bænum Kataníja í Norður-Írak þar sem sjálfsvígssprengjuárás varð minnst tvö hundruð manns að bana í gær. Fjórar flutningabifreiðar fullar af sprengiefni voru sprengdar í loft upp nær samtímis.

Erlent
Fréttamynd

NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram

Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill gegna starfi forstjóra áfram

Forstjóri Ratsjárstofnunar, sem sagt var upp í gær, sækist eftir að gegna starfinu áfram. Hann vill opna reksturinn eins og hægt verður og tryggja gagnsæi hans nú þegar yfirráðum Bandaríkjamanna sleppir.

Innlent
Fréttamynd

Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið

Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var.

Innlent
Fréttamynd

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Gengi bréfa í nær öllum félögum Kauphallarinnar stóðu ýmist í stað eða lækkuðu í dag. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,2% og gengi í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði mest eða um 5,48%. Össur og Alfesca voru einu félögin sem hækkuðu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð hækkar í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir skell í gær. Helstu vísitölurnar þrjár hafa hækkað um tæp 0,7 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,58 prósent í Kauphöll Íslands í dag og stendur í 7.844 stigum. Gengi bréfa í Icelandair Group hefur lækkað mest, eða um 4,49 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítið lát á kaupgleði með kortum

Heildarvelta vegna kreditkortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Þetta er örlítið minni notkun en í mánuðinum á undan. Raunaukning kreditkortaveltu nemur hins vegar 10 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta jókst á sama tíma um 24 prósent á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir kortaveltu á öðrum ársfjórðungi merki um að einkaneysla hafi vaxið á ný á vordögum eftir samdrátt á fyrsta ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LME með rúman þriðjung bréfa í Stork

Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitölur lækka í Asíu og Evrópu

Nokkur lækkun var á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Þetta er í takti við lækkun á bandaríska markaðnum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar í Japan lækkaði um 2,2 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun en vísitalan í Taívan fór niður um 3,6 prósent. Hin breska FTSE-100 vísitalan hefur lækkað um eitt prósent það sem af er dags.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Surtsey skoðuð

Fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna segir Surtsey eiga góða möguleika á að komast á Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú staddur hér á landi fyrir hönd stofnunarinnar til að meta eyjuna og skoðaði hana í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæð þjóð í 60 ár

60 ár er í dag frá því Pakistanar brutust undan nýlendustjórn Breta og stofnuðu eigin ríki. Þeim tímamótum var fagnað víða um landið í dag. Indverjar fagna sínu frelsi á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp

Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið.

Innlent
Fréttamynd

Undirskriftir gegn blokkum á Nónhæð

Íbúar á Nónhæð í Kópavogi safna nú undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum blokkarturnum á kolli hæðarinnar. Árni Jónsson, formaður íbúasamtaka hverfisins, furðar sig á að réttur íbúa til að verja sig sé minni þegar setja á þúsund manna byggð í bakgarðinn - heldur en þegar nágranninn vill hækka girðinguna sína.

Innlent
Fréttamynd

Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur

Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic

Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauður dagur á bandarískum markaði

Dagurinn hefur verið rauður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en helstu vísitölurnar þrjár hafa allar lækkað um rúmt prósent það sem af er dags. Á sama tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,24 prósent en hún fór nú um þrjúleytið undir 8.000 stig.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Pickenpack segir upp

Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkanir á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur hækkað í sveiflukenndum viðskiptum á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengi hlutabréfa í Evrópu hefur sveiflast nokkuð það sem af er dags á meðan Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,85 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pakistanar fagna 60 ára sjálfstæði

Sextíu ár eru í dag liðin frá því Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretum. Þeim tímamótum er fagnað í landinu í dag. 1947 var landið sem nú er Pakistan enn hluti af Indlandi sem Bretar réðu þá. Pakistan varð sjálfstætt ríki 14. ágúst það ár, og Indland degi síðar.

Erlent