Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 3-4 | KR-sigur í lygilegum leik KR vann 4-3 sigur á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta. Blikar komust nærri því að stela stigi á lokakaflanum. 6.8.2023 16:00
Verratti bætist í hóp Arabíufara | Eyðslan yfir tvö hundruð milljónir Ítalinn Marco Verratti hefur náð samkomulagi við Al-Hilal í Sádi-Arabíu um að spila með liðinu í úrvalsdeildinni þar í landi á komandi vetri. Hann fer til liðsins frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. 27.7.2023 16:30
Verður af meira en 300 milljónum vegna óheppislegs slyss Nyheim Hines, hlaupari hjá Buffalo Bills í NFL-deildinni, verður að líkindum af nánast öllum launum sínum á komandi leiktíð eftir óheppilegt slys í vikunni. Deila má um hversu mikla ábyrgð hann ber sjálfur á slysinu. 27.7.2023 14:15
203 löndum boðið en þrjú útundan: „Viljum ekki að allt fari út böndunum“ Ólympíusambönd 203 ríkja hafa verið boðin velkomin á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Aðeins þrjú sambönd eru útilokuð og segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, leikana eiga að verka sem sameinandi afl á tímum átaka. 27.7.2023 13:31
FCK vill ekki valda börnum vonbrigðum: „Nei takk“ Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir því að stuðningsmenn beri ekki skilti þar sem beðið er um treyjur leikmanna að leik loknum. Of mörg börn fari vonsvikin heim. 27.7.2023 11:31
Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27.7.2023 11:01
Fyrsti sigur Portúgals á HM Portúgal vann í morgun sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramóti kvenna er það lagði Víetnam að velli, 2-0. 27.7.2023 10:01
„Ég var með einhverja Súperman-stæla“ Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands. 26.7.2023 08:00
„Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. 25.7.2023 12:00
„Haf á milli okkar og við sjáumst alltof sjaldan“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK. 25.7.2023 11:00