Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

ÍL-sjóður „stór ó­vissu­þáttur“ í efna­hag ríkis­sjóðs

Þróun efnahags ÍL-sjóðs, sem áður hét Íbúðalánasjóður, er „stór óvissuþáttur“ í langtímaþróun skulda ríkissjóðs í ljósi þess að efnahagur sjóðsins er bæði umfangsmikill og næmur fyrir breytingum á markaðsaðstæðum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2023 sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag.

Aðal­at­riðið að „flýta sér hægt“ þegar kemur að eignar­haldi Ljós­leiðarans

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs, segir að hún sé „í prinsippinu“ fylgjandi því að skoða breytingar á eignarhaldi opinberra fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Slíkar breytingar taki þó tíma og hugmyndir um breytt eignarhald á Ljósleiðaranum hafi ekki enn komið formlega á borð Reykjavíkurborgar.

Fjölgun í hluthafahópi Ljósleiðarans kemur til greina

Ljósleiðarinn og Orkuveita Reykjavíkur hafa til skoðunar að hleypa utanaðkomandi fjárfestum inn í hluthafahóp Ljósleiðarans ef ráðist verður í hlutafjáraukninguna sem er nú í undirbúningi. Þetta staðfestir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjarskiptafélagsins, við Innherja.

Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 

Fyrirtækjalán tóku 240 milljarða króna stökk á einum fjórðungi

Umfang fyrirtækjalána í fjármálakerfinu jókst um 240 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en ekki hefur sést viðlíka aukning milli fjórðunga frá árinu 2008. Þetta má lesa úr nýjum tölum um fjármálakerfið sem Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega.

ESA blessar 96 milljarða króna mats­hækkanir Fé­lags­bú­staða

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur sig ekki hafa forsendur til að aðhafast vegna matshækkana á fasteignum Félagsbústaða, dótturfélags Reykjavíkurborgar, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að þau brjóti á engan hátt í bága við lög evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitsstofnunin sendi innviðaráðuneytinu í sumar og ráðuneytið afhenti Innherja. 

Hlutdeildarfélag Marels komið í greiðsluþrot

Stranda Prolog, norskur framleiðandi hátæknilausna fyrir laxaiðnað sem Marel á 40 prósenta hlut í, hefur lýst sig gjaldþrota, samkvæmt frétt á heimasíðu íslenska tæknifyrirtækisins.

Borgin sýpur seyðið af lausatökum

Reykjavíkurborg var í fararbroddi sveitarfélaga þegar kom að því að skapa störf í heimsfaraldrinum. Á milli áranna 2019 og 2021 fjölgaði stöðugildum hjá borginni um tæplega eitt þúsund að meðaltali – hlutfallsleg aukning var um 13,5 prósent – sem var mun meiri fjölgun en greina mátti í rekstri annarra sveitarfélaga.

Fjár­festa­kynning gaf eftir­litinu á­stæðu til í­hlutunar

Samkeppniseftirlitið telur að matarpakkafélagið Eldum rétt sé mögulegur keppinautur Haga á dagvörumarkaði og sömuleiðis að Hagar séu mögulegur keppinautur á markaðinum fyrir samsetta matarpakka. Þessi ályktun, sem helgast meðal annars af atriðum í fjárfestakynningu frá því í október 2021, kemur fram í frummati Samkeppniseftirlitsins á samruna fyrirtækjanna tveggja. 

Sjá meira