Innlent

Leitaði á lög­reglu­stöð með á­verka eftir líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vaktin var róleg í gærkvöldi og nótt.
Vaktin var róleg í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsárás eftir að maður leitaði á lögreglustöð með talsverða áverka í nótt. Var hann fluttur á slysadeild.

Þetta er meðal þess sem greint er frá í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en þar segir að nóttinn hafi verið fremur róleg. Þó gistu sjö aðilar í fangageymslum í morgunsárið.

Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir slys á vinnusvæði í Hafnarfirði. Þá var tilkynnt um minniháttar umferðarslys í póstnúmerinu 110, þar sem ágreiningur var á milli ökumanna.

Lögregla fór einnig á vettvang vegna rúðubrots í fyrirtæki í miðborginni og er það mál í rannsókn.

Nokkrir voru sektaðir í umferðinni vegna farsímanotkunar og einhverjir fyrir of hraðan akstur. Þá var einn handtekinn grunaður  um akstur undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×