Gildi kaus mun oftar en aðrir sjóðir gegn tillögum stjórna Á síðustu tveimur árum hefur Gildi lífeyrissjóður greitt atkvæði gegn tillögum stjórna mun oftar en aðrir lífeyrissjóðir samkvæmt samantekt Innherja á því hvernig stærstu sjóðir landsins beita sér á aðalfundum skráðra félaga. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignarstýringar Gildis, segir að sjóðnum beri skylda til að sinna hlutverki sínu sem stór hluthafi í innlendum félögum og láta sig málefni þeirra varða. 1.9.2022 09:10
Kostnaður Festar vegna kunnáttumanns minnkaði til muna Kostnaður Festar vegna starfa óháðs kunnáttumanns hefur dregist verulega saman frá því að smásölufélagið vakti athygli á kostnaðinum vorið 2021. Þetta kemur fram í svari Festar við fyrirspurn Innherja. 31.8.2022 07:00
Betri samgöngur í viðræðum við ríkið um lánasamning Betri samgöngur, opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, hafa átt í viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanka Íslands um fjármögnun félagsins með aðkomu ríkissjóðs. 30.8.2022 17:00
Íslensk félög fá meira vægi í vísitölum FTSE Íslensk fyrirtæki verða fleiri og fá meira vægi í vísitölum FTSE Russell en áður var búist við. Forstjóri Kauphallar Íslands segir að aukið vægi í vísitölunum geti þýtt meira innflæði af erlendu fjármagni inn á hlutabréfamarkaðinn. 30.8.2022 08:04
Orkuveitan freistar þess að fá alþjóðlegt fjármagn inn í rekstur Carbfix Orkuveita Reykjavíkur mun hefja undirbúning að hlutafjármögnun dótturfélagsins Carbfix sem gæti numið um 1,4 milljörðum króna. Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta, þar á meðal Credit Suisse og og fjárfestingaarmur norska ríkisolíufélagsins Equinor, hefur lýst yfir áhuga á því að koma að uppbyggingu íslenska nýsköpunarfyrirtækisins. 26.8.2022 07:25
Ríkisendurskoðun vill ramma utan um óháðu kunnáttumennina Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að settar verði skýrari reglur eða viðmið er snúa að eftirfylgni Samkeppniseftirlitsins með störfum óháðra kunnáttumanna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt á eftirlitsstofnuninni. 25.8.2022 12:22
Ásgeir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafnmikið og evran Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. 24.8.2022 16:02
„Svört verðbólguspá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 24.8.2022 13:18
Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24.8.2022 09:37
Sex lífeyrissjóðir hafa sett markmið um vægi grænna fjárfestinga Minnst sex af þeim þrettán lífeyrissjóðum sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC) hafa sett markmið um að grænar fjárfestingar verði ákveðið hlutfall af eignum árið 2030. Haldi sú þróun áfram gætu grænar fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða orðið töluvert meiri en áður var gert ráð fyrir. 23.8.2022 08:51