Skörp vaxtahækkun liggur í loftinu Meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta eða meira á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Skiptar skoðanir eru á því hvort Seðlabankinn vilji eiga inni vaxtahækkanir fyrir komandi kjaraviðræður eða senda skýr skilaboð áður en viðræðurnar hefjast. 22.8.2022 11:04
Stórfelldri tilfærslu hjá LV og Gildi verður „án efa vísað til dómstóla“ Bjarni Guðmundsson, sjálfstætt starfandi tryggingastærðfræðingur sem veitir fjölda lífeyrissjóða ráðgjöf, segir að ákvarðanir Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) og Gildis lífeyrissjóðs um að breyta áunnum réttindum mismikið eftir aldurshópum feli sannarlega í sér „stórfelldan tilflutning verðmæta“ frá ungu kynslóðinni til hinnar eldri. Framkvæmdastjórar sjóðanna hafa vísað þessari túlkun á bug. 19.8.2022 13:28
Ríkisvörumerkið skilar hagnaði eftir miklar niðurfærslur og taprekstur Miklar breytingar hafa orðið á rekstri Icelandic Trademark Holding (ITH), sem er í eigu íslenska ríkisins og heldur utan um vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood. Eftir að ljóst varð að langtímaáætlanir félagsins myndu ekki ganga eftir, sem leiddi til verulegra lækkana á verðmati vörumerkjanna, var rekstrarkostnaður félagsins skorinn niður um 100 milljónir og miklu tapi snúið í hagnað. Þetta má lesa úr ársreikningi ITH. 19.8.2022 11:59
Ásgeir eini seðlabankastjórinn sem fékk hæstu einkunn Global Finance Fjármálatímaritið Global Finance hefur gefið Ásgeiri Jónssyni hæstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína sem seðlabankastjóri. Ásgeir er eini seðlabankastjórinn á heimsvísu sem fékk einkunnina A+ samkvæmt mati Global Finance sem tímaritið hefur birt árlega frá árinu 1994. 18.8.2022 16:02
Rafmyntasjóður Visku hefur hækkað um rúm 24 prósent frá stofnun Gengi Visku rafmyntasjóðs, fyrsta íslenska fagfjárfestasjóðsins sem sérhæfir sig í rafmyntum, hefur hækkað um rúmlega 24 prósent frá því að gengið var frá 500 milljóna króna fjármögnun sjóðsins í byrjun júlí. Þetta kemur fram í fréttabréfi Visku Digital Assets, rekstrarfélagi sjóðsins, sem Innherji hefur undir höndum. 18.8.2022 12:39
Methagnaður hjá eiganda Icewear og veltan nálægt því sem hún var 2019 Drífa ehf., sem rekur verslanir undir vörumerkinu Icewear, hagnaðist um 480 milljónir króna í fyrra samanborið við 180 milljóna króna tap á árinu 2020. Fyrirtækið hefur aldrei skilað jafnmiklum hagnaði og hefur stjórn þess ákveðið að greiða út arð að fjárhæð 250 milljónir króna. 17.8.2022 14:00
Hræringar á orkumarkaði hafa ekki haggað útilokunarstefnu LV Efnalagslegar afleiðingar stríðsins í Úkraínu, einkum hækkandi orkukostnaður, hafa breytt því hvernig margir alþjóðlegir stofnanafjárfestar nálgast ábyrgar fjárfestingar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) telur hins vegar ekki tilefni til að endurskoða stefnu sjóðsins um útilokun á tilteknum jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum í eignasöfnum sínum. 17.8.2022 07:44
Bauhaus á Íslandi skilaði hagnaði í fyrsta sinn í fyrra Byggingarvöruverslun Bauhaus á Íslandi skilaði hagnaði á árinu 2021 og var það í fyrsta sinn frá opnun sem verslunin skilaði hagnaði. 16.8.2022 12:57
Stjórn Coripharma setti skráningaráform á ís Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er ekki í virkum undirbúningi fyrir skráningu á hlutabréfamarkað eins og staðan er í dag, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Innherja. 16.8.2022 08:54
Valitor komið á réttan kjöl eftir heljarinnar átak í miðjum heimsfaraldri Viðamikil endurskipulagning á Valitor kom greiðslumiðlunarfyrirtækinu á réttan kjöl eftir áralangan taprekstur. Herdís Dröfn Fjeldsted, sem lætur af störfum um næstu mánaðamót, segir að sala á erlendri starfsemi, veruleg hagræðing á öllum sviðum og markviss stefnumótun hafi lagt grunninn að farsælli umbreytingu á rekstrinum. 14.8.2022 10:00