Erlent

Annarri á­kærunni form­lega vísað frá

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ákæran á hendur Trump vegna meintra tilrauna hans til að snúa við kosningunum sem hann tapaði gegn Joe Biden 2020 hefur verið felld niður. Þó verður hægt að taka málið aftur upp síðar.
Ákæran á hendur Trump vegna meintra tilrauna hans til að snúa við kosningunum sem hann tapaði gegn Joe Biden 2020 hefur verið felld niður. Þó verður hægt að taka málið aftur upp síðar. AP/Alex Brandon

Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði.

Jack Smith, sérstakur saksóknari í málinu, fór fram á það við dómara í dag að ákæru á hendur Trump yrði vísað frá. Er það vegna þeirrar túlkunar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að ákæra og saksókn á hendur sitjandi Bandaríkjaforseta stangist á við stjórnarskrá landsins. Smith óskaði einnig eftir því að ákæru á hendur Trump vegna meintrar vanrækslu á háleynilegum gögnum yrði vísað frá.

Nú hefur dómarinn Tanya Chutkan vísað fyrrnefndu ákærunni frá, án þess þó að taka afstöðu til hennar, líkt og Smith óskaði eftir. Það þýðir að hægt verður að taka málið upp á nýjan leik og ákæra Trump þegar forsetatíð hans lýkur, 20. janúar 2029. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×