Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Markaðurinn klofinn um næstu vaxtaákvörðun

Skiptar skoðanir eru á því hvort hjöðnun verðbólgu og merki um viðsnúning á fasteignamarkaði gefi Seðlabanka Íslands nægt tilefni til að hægja verulega á vaxtahækkunum. Meira en helmingur markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabankinn hækki vexti um 25 punkta á miðvikudaginn en aðrir telja að bankinn þurfi að hafa vaðið fyrir neðan sig og sjá því 50 punkta hækkun í kortunum.

Stjórn Símans vill greiða nær allt söluandvirði Mílu út til hluthafa

Á hluthafafundi sem stjórn Símans hefur boðið til verður lögð fram tillaga um lækkun hlutafjár félagsins með greiðslu til hluthafa upp á 31,5 milljarða króna, sem nánast allt reiðuféð sem fjarskiptafélagið fékk fyrir söluna á Mílu. Jafnframt er til skoðunar að selja eða greiða út til hluthafa 17,5 milljarða króna skuldabréf sem var hluti af sölunni. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallarinnar.

SÍ brýnir fyrir bönkunum að bæta lausa­fjár­stöðuna á næstu misserum

Viðskiptabankarnir verða að auka markaðsfjármögnun, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og samhliða huga að bindingu innlána til að treysta lausafjárstöðu sína til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands.

Vaxta­hækkanir eiga eftir að bíta í 600 milljarða króna lána­stafla

Endurskoðun fastra vaxta á árunum 2023 til 2025 nær til tæplega 600 milljarða króna af óverðtryggðum íbúðalánum, eða sem nemur fjórðungi af heildarfjárhæð útlána til íbúðakaupa. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti sem fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands gaf út í morgun.

Lán­þega­skil­yrðin komin til að vera en fyrstu kaup­endur gætu fengið af­slátt

Nýlegar reglur um hámark greiðslubyrðar á húsnæðislánum eru komnar til vera enda lítur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands svo á að reglurnar séu til þess fallnar að draga úr sveiflum fasteignaverðs til lengri tíma litið. Hins vegar gæti nefndin ákveðið að slaka á kröfum sem gerðar eru til fyrstu kaupenda þegar fasteignamarkaðurinn hefur róast.

Endur­skoða þarf sér­ís­lenskar reglur um kaup­auka, segir með­eig­andi LOGOS

Það er ástæða til þess, að sögn Óttars Pálssonar, lögmanns og meðeiganda hjá LOGOS, að endurskoða núverandi takmarkanir á kaupaukum fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að færa gildissvið þeirra og efnisreglur nær því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Séríslenskar takmarkanir á kaupaukum skerða samkeppnishæfni, hækka föst laun bankastarfsmanna verulega og geta jafnvel stuðlað að óæskilegri ákvarðanafælni.

Hætta á því að tekjuvöxtur Símans haldi ekki í við verðbólgu

Hætta er á því að tekjuvöxtur Símans haldi ekki í við verðbólgu og fjárfestar hljóta að velta fyrir sér framtíðarsýn fjarskiptafélaganna á meðan tekjuvöxturinn er eins hægur og raun ber vitni. Þetta kemur fram í nýju verðmati greiningarstofunnar Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum.

Sjá meira