Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Árás á tölvukerfið vegna kosninganna í Kenía mistókst

Erlendir eftirlitsaðilar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið brögð í tafli í kenísku kosningunum í vikunni. Nærri öll atkvæði höfðu verið talin í gærkvöldi og féllu rúm 54 prósent talinna atkvæða í forsetakosningunum í skaut sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta. Alls kusu 45 prósent Raila Odinga en enginn annar fékk meira en hálft prósent atkvæða.

ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna

Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás.

Bandaríkjamenn munu verja sig og sína

Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York.

Frakkar hafna opinberu embætti forsetafrúar

Frakklandsforseti bakkar með umdeild áform um opinbert hlutverk forsetafrúar. Meginþorri Frakka andvígur því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Forsetinn sakaður um hræsni vegna áformanna og mælist óvinsælli en Bandaríkjaforseti.

Schulz mun sitja sem fastast

Martin Schulz, kanslaraefni þýska Jafnaðarmannaflokksins, mun ekki segja af sér formannsembætti í flokknum jafnvel þótt flokkur hans tapi í þingkosningum næsta mánaðar.

Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela

Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn.

Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan

Bandaríkjaforseti skrifaði ósáttur undir nýjar þvinganir gegn Rússum. Fulltrúadeild þingsins beri ábyrgð á versnandi sambandi við Rússland. Forsætisráðherra Rússa segir þvinganirnar algjöra stríðsyfirlýsingu.

UNESCO vill byggja Gömlu borgina í Aleppó upp eftir teikningum

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vill byggja hina svokölluðu Gömlu borg í Aleppó upp á ný. Borgin er í rústum eins og stendur vegna sýrlensku borgarastyrjaldarinnar. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökum og margfalt fleiri hafa flúið borgina.

Sjá meira