UNESCO vill byggja Gömlu borgina í Aleppó upp eftir teikningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Ástand Aleppóborgar hefur verið betra. Nordicphotos/AFP Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vill byggja hina svokölluðu Gömlu borg í Aleppó upp á ný. Borgin er í rústum eins og stendur vegna sýrlensku borgarastyrjaldarinnar. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökum og margfalt fleiri hafa flúið borgina. „Okkar sýn er sú að við viljum byggja Gömlu borgina upp nákvæmlega eins og hún var fyrir stríð, jafnvel með sömu steinum þar sem það er hægt,“ sagði Mazen Samman, verkefnisstjóri UNESCO í Aleppó, í viðtali við Reuters í gær. Að sögn Samman eru til nákvæmar teikningar af hinum gömlu moskum, virkjum og baðhúsum Gömlu borgarinnar. Það geri UNESCO kleift að byggja borgina upp á ný. Hins vegar eru ekki til jafnítarlegar teikningar af byggingum og strætum sem nutu ekki jafnmikilla vinsælda. Samman segir UNESCO og önnur alþjóðleg samtök hafa mikinn áhuga á því að viðhalda og endurreisa sýrlenskan menningararf. Þó muni megnið af ábyrgðinni hvíla á herðum innfæddra. Í frétt Reuters kemur fram að endurbygging Gömlu borgarinnar sé mikilvægt verkefni Bashars al-Assad, forseta Sýrlands. Jafnt sem tákn um endurheimt völd hans og vegna efnahagslegs mikilvægis Aleppóborgar. Orrustunni um Aleppó lauk í desember síðastliðnum þegar her Assads tókst að hrekja uppreisnarmenn úr borginni. Uppreisnarmenn halda þó enn stórum landsvæðum í héraðinu umhverfis borgina. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vill byggja hina svokölluðu Gömlu borg í Aleppó upp á ný. Borgin er í rústum eins og stendur vegna sýrlensku borgarastyrjaldarinnar. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökum og margfalt fleiri hafa flúið borgina. „Okkar sýn er sú að við viljum byggja Gömlu borgina upp nákvæmlega eins og hún var fyrir stríð, jafnvel með sömu steinum þar sem það er hægt,“ sagði Mazen Samman, verkefnisstjóri UNESCO í Aleppó, í viðtali við Reuters í gær. Að sögn Samman eru til nákvæmar teikningar af hinum gömlu moskum, virkjum og baðhúsum Gömlu borgarinnar. Það geri UNESCO kleift að byggja borgina upp á ný. Hins vegar eru ekki til jafnítarlegar teikningar af byggingum og strætum sem nutu ekki jafnmikilla vinsælda. Samman segir UNESCO og önnur alþjóðleg samtök hafa mikinn áhuga á því að viðhalda og endurreisa sýrlenskan menningararf. Þó muni megnið af ábyrgðinni hvíla á herðum innfæddra. Í frétt Reuters kemur fram að endurbygging Gömlu borgarinnar sé mikilvægt verkefni Bashars al-Assad, forseta Sýrlands. Jafnt sem tákn um endurheimt völd hans og vegna efnahagslegs mikilvægis Aleppóborgar. Orrustunni um Aleppó lauk í desember síðastliðnum þegar her Assads tókst að hrekja uppreisnarmenn úr borginni. Uppreisnarmenn halda þó enn stórum landsvæðum í héraðinu umhverfis borgina.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira